Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.05 bls. 4
  • Prédikum fyrir eins mörgum og mögulegt er

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Prédikum fyrir eins mörgum og mögulegt er
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Boðendur Guðsríkis virkir um alla jörðina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • „Allt geri ég vegna fagnaðarerindisins“
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Jehóva undirbýr veginn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • Jehóva stýrir alþjóðlegu fræðslustarfi okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 7.05 bls. 4

Prédikum fyrir eins mörgum og mögulegt er

1. Hvað gerðu frumkristnir menn til að sem flestir heyrðu fagnaðarerindið?

1 Fyrstu lærisveinar Jesú leituðust í einlægni við að boða fagnaðarerindið. Þeir notuðu árangursríkar aðferðir til að gera sem flestum kleift að heyra fagnaðarerindið. Kristnir biblíuritarar skráðu innblásin orð sín á almennri grísku sem var alþjóðlegt tungumál Rómaveldis. Og kappsamir boðberar á annarri og þriðju öld voru ef til vill brautryðjendur í notkun bókarinnar sem var mun auðveldari í meðförum til uppflettinga en bókrollan.

2, 3. (a) Hvernig er Jesaja 60:16 að uppfyllast nú á tímum? (b) Hvernig er tæknin notuð til að efla sanna tilbeiðslu?

2 Tæknin notuð: Jehóva spáði fyrir munn Jesaja: „Þú munt drekka mjólk þjóðanna.“ (Jes. 60:16) Þessi spádómur er að uppfyllast nú á dögum. Þjónar Jehóva notfæra sér úrræði þjóðanna til að efla boðunarstarfið. Svo dæmi sé tekið fóru Biblíunemendurnir að sýna „Sköpunarsöguna í myndum“ árið 1914 en það var áður en kvikmyndir með tali náðu almennri útbreiðslu. Þessi átta tíma langa kvikmynd og skuggamyndasýning, sem var í litum og með hljóði, gaf milljónum manna öflugan vitnisburð.

3 Núna notar fólk Guðs afkastamiklar prentvélar og tölvutækni til að gefa út biblíur og biblíurit á hundruðum tungumála. Með hröðum samgöngum er hægt að koma biblíuritum til fjarlægra staða þannig að þau komast í hendur fólks í 235 löndum. Jehóva hefur með anda sínum knúið þjóna sína til að nýta slíka tækni á hagnýtan hátt til að sannleikur Biblíunnar nái til fleira fólks en nokkurn tíma áður í mannkynssögunni.

4. Hvaða breytingar hafa sumir gert til að geta boðað fleirum fagnaðarerindið?

4 Einstaklingar gera breytingar: Sannir tilbiðjendur hafa einnig gert breytingar á lífi sínu til að geta boðað fleirum fagnaðarerindið. Margir hafa einfaldað lífið til að geta átt meiri þátt í boðunarstarfinu. Sumir hafa flutt þangað sem þörfin er meiri fyrir boðbera Guðsríkis. Aðrir hafa fært út kvíarnar með því að læra erlent tungumál.

5, 6. Hvað er hægt að gera til að hitta eins marga og mögulegt er á starfssvæðinu?

5 Auk þess getum við boðað fleirum fagnaðarerindið með því að prédika þegar fólk er heima og þar sem það er að finna. Ef margir eru ekki heima að degi til á svæðinu þínu, gætirðu þá gert breytingar á stundaskránni og vitnað snemma kvölds? Er einhvers staðar hægt að vitna á almannafæri? Hefurðu reynt símastarf og fyrirtækjastarf? Leitarðu að tækifærum til að vitna óformlega?

6 Það er mikill heiður að fá að eiga þátt í að bera vitni um nafn Jehóva og ríki hans. Höldum áfram að segja eins mörgum og mögulegt er frá hinum lífgandi sannleika í orði Guðs. — Matt. 28:19, 20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila