Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.09 bls. 2
  • „Allt geri ég vegna fagnaðarerindisins“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Allt geri ég vegna fagnaðarerindisins“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Ert þú tilbúinn að laga þig að aðstæðum?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Geturðu gert breytingar á stundaskrá þinni?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Leiðir til að bæta prédikunarstarf okkar
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Prédikum fyrir eins mörgum og mögulegt er
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 2.09 bls. 2

„Allt geri ég vegna fagnaðarerindisins“

1. Hvað eru boðberar fagnaðarerindisins fúsir til að gera fyrir aðra og hvers vegna?

1 Páli postula fannst það persónuleg skylda sín að boða fagnaðarerindið. (1. Kor. 9:16, 19, 23) Umhyggjan fyrir eilífri velferð annarra hvetur okkur sömuleiðis til að gera það sem við getum til að segja öðrum frá fagnaðarerindinu.

2. Hvaða breytingar erum við fús til að gera og hvers vegna?

2 Prédikum hvar og hvenær sem við hittum fólk: Góður veiðimaður leggur ekki línu eða net þar sem honum finnst þægilegast þá stundina. Hann heldur á veiðar þegar hann telur vera veiðivon og leitar á þau mið þar sem hann telur fiskast vel. Við sem eigum að ‚veiða menn‘ þurfum líka að laga okkur að aðstæðum til að hitta sem flesta á svæðinu og eiga enn ríkari hlutdeild í að safna „alls kyns fiski“. (Matt 4:19; 13:47) Getum við starfað snemma kvölds til að hitta fólk heima eða farið í götustarfið snemma morguns? Markmið Páls var að „bera vitni fagnaðarerindinu“ og hann færði sér í nyt hvert tækifæri sem gafst til að gera því rækileg skil. — Post. 17:17; 20:20, 24.

3, 4. Hvernig getum við lagað kynningu okkar að þeim sem við hittum og með hvaða árangri?

3 Lögum kynninguna að aðstæðum: Veiðimenn breyta oft um aðferðir eftir því hvaða fiskitegund þeir ætla að veiða. Hvernig getum við kynnt fagnaðarboðskapinn um ríkið á aðlaðandi hátt? Við verðum að kynna með háttvísi málefni sem varðar flesta á svæðinu og hlusta síðan vandlega á hvað þeir hafa til málanna að leggja. (Jak. 1:19) Við gætum spurt um skoðun þeirra á málinu til að leggja drög að samtali. (Orðskv. 20:5) Þá getum við hagað kynningu okkar á fagnaðarboðskapnum þannig að hún snerti fólk persónulega. Páll var „öllum allt“. (1. Kor. 9:22) Aðlögunarhæfni er lykilatriði til að ná til hjartna fólks.

4 Það er mikil ánægja fólgin í því að flytja fólki „gleðitíðindin“. (Jes. 52:7) Við skulum gera allt „vegna fagnaðarerindisins“ til að ná til eins margra og mögulegt er. — 1. Kor. 9:23.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila