Nærtæk hjálp
1. Hvernig gætum við orðið þróttlítil í þjónustunni við Guð?
1 Anna þurfti að vinna mikið og maðurinn hennar var ekki í trúnni. Henni fannst erfitt að sækja safnaðarsamkomur reglulega, taka þátt í boðunarstarfinu og stunda sjálfsnám í Biblíunni. Hún elskaði Jehóva en varð engu að síður óvirk. Sem betur fer fékk hún hjálp umhyggjusamra safnaðaröldunga.
2. Hvernig geta allir kristnir menn verið tiltækir að hjálpa öðrum?
2 Við sýnum að við treystum Jehóva þegar við þiggjum aðstoð sem býðst á vegum kristna safnaðarins. Öldungar safnaðarins líkja eftir ást og umhyggju Jesú Krists. Þeir leita færis að hvetja og uppörva þá sem eiga í erfiðleikum í þjónustunni við Guð og bjóða þeim aðstoð. (1. Þess. 5:14) Oft þarf ekki annað en að segja nokkur vingjarnleg orð og benda á hughreystandi ritningarstaði. Það er verkefni okkar allra, ekki aðeins öldunganna, að rétta þeim hjálparhönd sem eru veikburða í þjónustu sinni um stundar sakir. Eflaust höfum við öll einhvern tíma fundið fyrir því hve hvetjandi það er að heyra hugulsöm „orð í tíma töluð“. — Orðskv. 25:11; Jes. 35:3, 4.
3, 4. Hvað þurfum við að gera til að hjálpa öðrum og hvernig getum við gert það?
3 Eigðu frumkvæðið: Við þurfum að eiga frumkvæðið og sýna einlægan samhug til að styðja þá sem þurfa á hjálp að halda. Þegar Jónatan varð þess áskynja að Davíð væri í nauðum staddur „tók [hann] sig upp og fór á fund Davíðs í Hóres og hughreysti hann“. (1. Sam. 23:15, 16) Sýndu nærgætni þegar þú reynir að rétta hjálparhönd. Orð okkar eru áhrifaríkust ef þau eru sprottin af ósvikinni umhyggju. Jesús undirstrikaði enn fremur með dæmisögum að við þurfum að leggja okkur dyggilega fram til að vinna aftur bróður eða systur í trúnni. (Lúk. 15:4) Ef okkur langar í einlægni til að hjálpa annarri manneskju höldum við áfram að bjóða fram hjálp þó að það skili ekki árangri fyrst í stað.
4 Það er hvetjandi fyrir aðra þegar við bjóðum þeim með okkur í boðunarstarfið. Við getum til dæmis boðið einhverjum í bóknámshópnum að koma með okkur og síðan notað tækifærið úti í boðunarstarfinu til að hvetja hann og hughreysta. Ánægjulegar stundir í þjónustu Jehóva eru alltaf hvetjandi fyrir þá sem eru að reyna að fóta sig á ný í safnaðarlífinu.
5. Hvaða aðstoð gætu öldungarnir boðið undir vissum kringumstæðum?
5 Kærleiksrík ráðstöfun: Þeir sem hafa ekki tekið þátt í boðunarstarfinu eða sótt safnaðarsamkomur um tíma þurfa ef til vill að fá enn meiri hjálp til að styrkjast í trúnni. Þeir gætu þurft að fá biblíunámskeið þar sem farið væri yfir bókina Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði, Nálægðu þig Jehóva eða Hvað kennir Biblían? Þar sem viðkomandi er skírður stendur slíkt námskeið yfirleitt ekki mjög lengi. Starfsnefnd safnaðarins ætti að vera vakandi fyrir því hverjir gætu þurft á slíku námskeiði að halda. — Sjá spurningakassann í Ríkisþjónustu okkar í nóvember 1998 og nóvember 2000.
6. Hvernig endurheimti systir nokkur trúarstyrkinn?
6 Anna, sem áður er getið, þáði það með þökkum þegar öldungarnir spurðu hvort hún vildi að þroskuð systir aðstoðaði hana við biblíunám. Það þurfti ekki nema fjórar námsstundir til að hjálpa henni að styrkja tengslin við Jehóva á ný. Hún fór að sækja safnaðarsamkomur aftur og löngunin til að lofa Jehóva Guð meðal almennings kviknaði á nýjan leik. Systirin hjálpaði Önnu sömuleiðis með því að bjóða henni með sér þegar hún hélt biblíunámskeið þangað til Anna var tilbúin að boða trú sína hús úr húsi. Þessi vingjarnlega hjálp var allt sem þurfti til að koma henni af stað á nýjan leik.
7. Hvaða blessun fylgir því að styrkja þá sem eru hjálparþurfi?
7 Það er öllum til blessunar að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi. Þeir sem þiggja hjálpina uppskera þá gleði að nálægja sig Jehóva á ný og verða aftur þátttakendur í starfi safnaðarins. Öldungarnir njóta þess að sjá þá taka við sér. (Lúk. 15:5, 6) Gagnkvæm ást og umhyggja allra styrkir bræðraböndin innan safnaðarins. (Kól. 3:12-14) Það er sannarlega ástæða til að líkja eftir Jehóva sem er alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd. — Ef. 5:1.