Vottar Jehóva boða fagnaðarerindið af kostgæfni
1. Hvað þýðir það að vera kostgæfinn og hvernig sýna vottar Jehóva kostgæfni?
1 Hvað merkir það að vera kostgæfinn? Gríska orðið, sem þýtt er „kostgæfinn“, þýðir „brennandi“, „tærandi“. Að vera kostgæfinn merkir því að hafa brennandi áhuga eða vera ákafur. Þessi lýsing á vel við um votta Jehóva þegar boðun fagnaðarerindisins er annars vegar. — Tít. 2:14.
2. Hvað hvetur okkur til að vera kappsöm í boðunarstarfinu?
2 Hvað er það sem fær þjóna Jehóva til að vera kappsama í boðunarstarfinu? Trúbræður okkar á fyrstu öldinni voru til fyrirmyndar í kostgæfni og okkur langar til að líkja eftir trú þeirra. Við fáum líka hvatningu frá ‚trúa og hyggna þjóninum‘ til að sinna þjónustunni af kostgæfni. — Matt. 24:45.
3. Hvaða andi ríkti meðal hinna frumkristnu?
3 „Þér [hafið] fyllt Jerúsalem með kenningu yðar.“ (Post. 5:28) Þessi orð æðstaprestsins voru ekki hugsuð sem hrós en þau hafa hvetjandi áhrif á sannkristna menn á okkar dögum og styrkja trú þeirra. Það er ekki erfitt að ímynda sér þann brennandi ákafa sem hefur gagntekið hina frumkristnu þegar þeir heyrðu slík ummæli. Bræður okkar voru því staðráðnir í að „boða fagnaðarerindið“ fyrir eins mörgum og hægt var, sama hvað það kostaði. — Post. 5:29, 42.
4. Hvernig leit Páll á boðunarstarfið?
4 Páll postuli sagði: „Fái ég aðeins að fullna skeið mitt og þá þjónustu, sem Drottinn Jesús fól mér.“ Hvaða þjónustu var Páli svo umhugað um að fullna? Hann segir áfram: „Að bera vitni fagnaðarerindinu um Guðs náð.“ Páll leit á boðunarstarfið sem mjög sérstakt verkefni og ekkert var mikilvægara en að sinna því. Hann er okkur svo sannarlega gott fordæmi í að sýna kostgæfni. — Post. 20:24.
5. (a) Hvernig hafa andasmurðir bræður okkar nú á dögum sýnt að þeir halda áfram að boða fagnaðarerindið? (b) Hefur Jehóva blessað starf þeirra?
5 „Kunngerið, kunngerið, kunngerið konunginn og ríki hans.“ Nú eru meira en 80 ár liðin frá því að þessi yfirlýsing var gefin. Hefur ákafi ‚trúa og hyggna þjónsins‘ að koma boðskapnum til allra dvínað með árunum? Nei, síður en svo. Andasmurðir bræður okkar taka enn forystuna í boðunarstarfinu. Þeir vinna núna af meira kappi en nokkru sinni fyrr að þeim skyldum sem Guð hefur falið þeim. Og við fáum stöðugt ábendingar frá þeim um nýjar leiðir til ná til þeirra sem sýna áhuga. Það er ánægjulegt að sjá hvernig Jehóva hefur blessað þessa kostgæfni. Boðberar eru nú orðnir meira en sex og hálf milljón og við vonum að enn fleiri bætist í hópinn. — Jes. 60:22.
6. Hvað erum við staðráðin í að gera?
6 Vottar Jehóva eru kostgæfir boðberar Guðsríkis. Núna á vormánuðum höfum við fengið hvatningu um að auka við boðunarstarfið. Það hefur vissulega verið ánægjulegt að geta gert það og átt þátt í að bjóða áhugasömum á minningarhátíðina og sérræðuna. Nú tekur við tími þar sem við fylgjum áhuganum eftir. Við skulum því einsetja okkur að halda áfram að sinna þessu mikilvæga starfi af eldmóði og kappi. Þannig eigum við þátt í að kunngera nafn Jehóva og helga. — Sálm. 118:28; 4:8, 9.