Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.02 bls. 3-6
  • Framkvæmdaáætlun um byggingu ríkissala miðar áfram

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Framkvæmdaáætlun um byggingu ríkissala miðar áfram
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Ríkissalasjóður Félagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Sönn tilbeiðsla eflist í Austur-Evrópu
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Byggingarstörf sem eru Jehóva til heiðurs
    Ríki Guðs stjórnar
  • Ríkissalurinn er tilbeiðsluhús okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 9.02 bls. 3-6

Framkvæmdaáætlun um byggingu ríkissala miðar áfram

1 Á umdæmismótunum „Eining Guðsríkis“ árið 1983 í Bandaríkjunum var tilkynnt að stofnaður yrði sérstakur sjóður til styrktar því að reisa og gera upp ríkissali í Bandaríkjunum og Kanada. Okkur renndi ekki í grun hve blessunarrík þessi litla byrjun yrði. Við kynntumst enn betur inntaki orðanna í Sálmi 92:5: „Þú hefir glatt mig, Drottinn, með dáð þinni, yfir handaverkum þínum fagna ég.“

2 Það gleður okkur mikið að sjá hverju verið er að áorka. Núna hefur verið ákveðið að setja meiri kraft í að reisa ríkissali út um allan heim. Á vissan hátt höfum við öll þau sérréttindi að vera með í þessu starfi. Til dæmis getum við látið fé af hendi rakna í ríkissalasjóðinn, mikið eða lítið, svo að hægt sé að fjármagna byggingu fleiri tilbeiðsluhúsa út um víða veröld. Margir bræður veita aðgang að tækjabúnaði sínum og gefa af tíma sínum og kröftum í slík verkefni. Þetta fyrirkomulag skilar góðum árangri vegna þess að Jehóva leiðbeinir okkur, styður og blessar samvinnu okkar ríkulega. (Sálm. 127:1) Ríkissalaframkvæmdir hér á landi hafa að mestu leyti verið fjármagnaðar af deildarskrifstofum í öðrum löndum. En augljóst er að það fé, sem við látum renna í ríkissalasjóðinn, gerir það að verkum að við þurfum minni fjárhagslegan stuðning erlendis frá og við tökum þannig óbeint þátt í að fjármagna byggingu fleiri ríkissala í öðrum löndum.

3 Margar deildarskrifstofur hafa fylgt því fyrirkomulagi sem upphaflega var gert fyrir söfnuði í Bandaríkjunum. Í ríkissölum í mörgum löndum eru söfnunarbaukar fyrir þennan ríkissalasjóð. Í Bandaríkjunum var tilkynnt í Ríkisþjónustu okkar fyrir mars 1997 að þetta fyrirkomulag yrði lagfært. Þar sagði: „Frá því að ríkissalasjóður Félagsins var myndaður árið 1983 hafa bræður og systur örlátlega lagt fram fé þannig að hægt hefur verið að veita lán til að reisa ríkissali. Nú þegar hafa hér um bil 2700 söfnuðir hér á landi notið góðs af þessu fyrirkomulagi. Margir söfnuðir gætu að öðrum kosti ekki reist nýja ríkissali eða lagfært þá sem þess þurfa. Núna þarf að nota fé úr þessum sjóði til að lána söfnuðum í löndum þar sem ríkir efnahagskreppa. Áframhaldandi stuðningur ykkar við þetta fyrirkomulag er mikils metinn af Félaginu og þeim söfnuðum sem njóta góðs af framlögum ykkar.“

4 Þessi tilkynning var boð til allra um að leggja sitt af mörkum til að hraða byggingu ríkissala. Nú átti ríkissalasjóðurinn líka að styðja bræður í öðrum löndum en um leið halda áfram að veita lán til ríkissalabygginga í heimalandinu. Í grein í bandarískri útgáfu Ríkisþjónustu okkar fyrir ágúst 1997 sagði: „Það er mikil þörf á því að reisa ríkissali um allan heim. Á síðasta þjónustuári voru myndaðir 3288 nýir söfnuðir. Margir þeirra eru í Afríku, Asíu, Mið- og Suður-Ameríku og Austur-Evrópu.“

5 Hvað hefur gerst síðan þá? Árbókin 2001 segir: „Vegna þessa fyrirkomulags hafa 453 ríkissalir verið reistir í 30 löndum og að auki er áætlað að reisa 727 hús til viðbótar. Lögð hefur verið áhersla á að þróa staðlaðar ríkissalateikningar þar sem miðað er við byggingarefni og byggingaraðferðir í hverju landi fyrir sig. Í Kenía eru notaðir tilhöggnir steinar, í Tógó er algengt að nota múrsteina og í Kamerún er vinsælt að nota steinsteypueiningar sem eru síðar múrhúðaðar. Með þessum hætti eru bræðurnir á staðnum fljótir að afla sér þeirrar kunnáttu sem þarf til að sinna umsjónarstörfum í hverju landi.“

6 Afríka er augljóst dæmi um að Jehóva blessar þetta starf. Skoðaðu myndirnar af nokkrum ríkissölum sem hafa verið reistir og reyndu þá að ímynda þér hverju þessi byggingarvinna hefur komið til leiðar fyrir starf Votta Jehóva. Hún hefur haft áhrif á bæjarfélagið á staðnum, samkomusóknina og líka á einingu heimsbræðralagsins. Þessi viðauki sýnir ríkissali sem reistir hafa verið í Afríku en í næstu útgáfum Ríkisþjónustu okkar verður athyglinni beint að því hvernig bygging ríkissala heldur áfram í öðrum heimshlutum.

[Myndir á blaðsíðu 3]

MIÐAFRÍKU LÝÐVELDIÐ

Bimbó, Bangví

Begóa, Bangví

[Myndir á blaðsíðu 4]

Úkonga, Tansaníu

[Mynd á blaðsíðu 4]

Akkra, Gana

[Mynd á blaðsíðu 4]

Salala, Líberíu

[Mynd á blaðsíðu 4]

Karoi, Simbabve

[Myndir á blaðsíðu 4, 5]

Allada, Benín — fyrrverandi ríkissalur

Allada, Benín — nýr ríkissalur

[Mynd á blaðsíðu 5]

Kpeme, Tógó

[Mynd á blaðsíðu 5]

Sokodé, Tógó

[Myndir á blaðsíðu 5]

Fidjrosse, Benín

[Mynd á blaðsíðu 6]

Lyenga, Sambíu — fyrrverandi ríkissalur

[Mynd á blaðsíðu 6]

Lyenga, Sambíu — nýr ríkissalur

[Mynd á blaðsíðu 6]

Kinsasa, Kongó

[Mynd á blaðsíðu 6]

Músambíra, Rúanda

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila