Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.07 bls. 1
  • Treyst fyrir fjársjóði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Treyst fyrir fjársjóði
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Einbeitum okkur að andlegum fjársjóðum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Láttu þér annt um boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Þjónusta dýrðarinnar er fjársjóður okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Sýndu þakklæti fyrir ósýnilegar gjafir Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 2.07 bls. 1

Treyst fyrir fjársjóði

1 Páll postuli mat boðunarstarfið, sem Guð hafði falið honum, afar mikils og talaði um það sem „fjársjóð“. (2. Kor. 4:7) Í þessu starfi varð hann að þola þrengingar og ofsóknir. Hann prédikaði þrotlaust fyrir öllum sem urðu á vegi hans og ferðaðist víða um erfið og hættuleg svæði bæði á sjó og landi. Hvernig getum við líkt eftir Páli og sýnt að við rækjum boðunarstarfið af alúð? (Rómv. 11:13) Hvað gerir boðunarstarfið að svo óviðjafnanlegum fjársjóði?

2 Fjársjóður framar öllu öðru: Veraldlegum fjársjóðum fylgir oft mikið hugarangur og þeir gefa aðeins af sér takmarkaðan eða tímabundinn arð. Aftur á móti hefur boðunarstarfið varanleg gæði í för með sér bæði fyrir okkur og aðra. (1. Tím. 4:16) Það hjálpar einlægu fólki að kynnast Jehóva, gera nauðsynlegar breytingar á lífi sínu og veitir örugga von um eilíft líf. (Rómv. 10:13-15) Með því að líta á boðunarstarfið sem mikils vert öðlumst við tilgang í lífinu, finnum að við höfum áorkað einhverju og hljótum bjarta framtíðarvon. — 1. Kor. 15:58.

3 Sýnum að við kunnum að meta fjársjóð okkar: Við metum oft hluti eftir því hve miklu við viljum fórna fyrir þá. Það er mikill heiður að mega nota tíma sinn og krafta til þess að lofa Jehóva. (Ef. 5:16, 17) Við ættum að verja tíma okkar þannig að það sé augljóst að við metum andleg verðmæti meira en efnisleg. Við erum að miðla mjög dýrmætum boðskap til fólks og ættum að gera það af brennandi áhuga og vera vakandi fyrir því að boða fagnaðarerindið við hvert tækifæri sem gefst.

4 Ómetanlegir fjársjóðir eða safn dýrgripa er venjulega ekki haft í leynum heldur til sýnis svo að aðrir geti notið þess. Ef við lítum á boðunarstarfið sem dýrgrip ætti það að skipa mikilvægan sess í lífi okkar. (Matt. 5:14-16) Með þakklæti í hjarta skulum við stöðugt líkja eftir Páli postula, nota hvert tækifæri til að sýna að við metum að verðleikum boðunarstarfið og líta á það sem fjársjóð.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila