Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.07 bls. 7
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Notkun Netsins — vertu vakandi fyrir hættunum!
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Hvernig get ég forðast hættur á Netinu?
    Vaknið! – 2000
  • Eru stefnumót á Netinu nokkuð hættuleg?
    Vaknið! – 2005
  • Netið — alþjóðlegt hjálpargagn sem nota þarf með skynsemi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 7.07 bls. 7

Spurningakassinn

◼ Hvaða hættur fylgja því að kynnast ókunnugum á Netinu?

Allmargar vefsíður hafa verið gerðar til að fólk geti kynnst á Netinu. Margar þeirra gera mönnum kleift að semja lýsingu á sjálfum sér og birta myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar. Þeir sem skoða þessar upplýsingar geta síðan haft samband. Slíkar síður eru feikivinsælar meðal ungs fólks og sum ungmenni í söfnuðinum hafa notað þær til að eiga samskipti við aðra sem segjast vera vottar Jehóva.

Þeir sem við hittum á Netinu geta hæglega villt á sér heimildir og þóst vera duglegir þjónar Jehóva sem hafa góðan ásetning. (Sálm. 26:4) Til dæmis gæti einhver sem segist vera vottur verið annarrar trúar, brottrekinn eða jafnvel virkur fráhvarfsmaður. (Gal. 2:4) Að því er fréttir herma nota margir barnaníðingar slíkar vefsíður til að finna fórnarlömb sín.

Við þurfum að vera varkár jafnvel þótt við séum alveg viss um að þeir sem við tölum við séu í góðu áliti í söfnuðinum því að samræður á Netinu geta auðveldlega leiðst út á óæskilegar brautir. Ástæðan er sú að við höfum tilhneigingu til að vera ekki eins heft gagnvart þeim sem við höfum aldrei hitt í eigin persónu. Sumir gætu líka hugsað sem svo að samræður á Netinu séu leynilegar og að enginn komi til með að vita hvað þeir eru að tala um, hvorki foreldrar né öldungarnir. Mörg ungmenni úr kristnum fjölskyldum hafa því miður bitið á agnið og tekið þátt í klúrum samræðum. (Ef. 5:3, 4; Kól. 3:8) Önnur hafa birt á vefsíðunni sinni ögrandi myndir af sjálfum sér, gefið sér tvíræð gælunöfn eða sett inn krækjur sem vísa á tónlistarmyndbönd með kynferðislegu ívafi.

Í ljósi ofangreindra staðreynda er mikilvægt að foreldrar hafi umsjón með því sem börnin gera í tölvunni. (Orðskv. 29:15) Það væri hættulegt að bjóða einhverjum ókunnugum inn á heimilið eða leyfa honum að vera einum með börnunum okkar. Sömuleiðis er það hættulegt fyrir okkur eða börnin okkar að stofna til vináttu við ókunnuga á Netinu, jafnvel þótt þeir segist vera vottar Jehóva. — Orðskv. 22:3.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila