Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.07 bls. 1
  • Við verðum að vera kappsamir boðberar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við verðum að vera kappsamir boðberar
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • „Verið brennandi í andanum“
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Ætlarðu að líkja eftir kostgæfni Jehóva og Jesú í kringum minningarhátíðina?
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Varðveittu eldmóðinn fyrir boðunarstarfinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Fylgir þú Kristi að fullu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 12.07 bls. 1

Við verðum að vera kappsamir boðberar

1 Ár hvert frá 1992 hafa vottar Jehóva út um allan heim varið meira en einum milljarði klukkustunda til að boða Guðsríki og gera menn að lærisveinum. Það hefur veitt okkur mikla ánægju að hafa tekið örlítinn þátt í þessu stórkostlega starfi. — Matt. 28:19.

2 Auðvitað ber fyrst og fremst að þakka og lofa Jehóva sem hefur séð fyrir þörfum okkar í boðunarstarfinu á þessum ‚örðugu tímum‘. (2. Tím. 3:1) En hvað þurfum við að gera til að taka þátt í þessu mikilvæga starfi af brennandi áhuga?

3 Hvötin til að vera kappsöm: Kærleikur til Guðs og náungans og einlæg löngun til að standa við vígsluheitið er okkur hvöt til að boða ríki Guðs. (Matt. 22:37-39; 1. Jóh. 5:3) Kærleikurinn knýr okkur til að færa fórnir svo að við getum tekið fullan þátt í því. — Lúk. 9:23.

4 Viðhöldum áhuganum: Andstæðingur okkar, Satan djöfullinn, reynir allt sem hann getur til að draga úr kostgæfni okkar í boðunarstarfinu. Sinnuleysið á svæðinu, afþreyingarefni heimsins, kröfur daglegs lífs og áhyggjur af hnignandi heilsu er aðeins fátt eitt af því sem hann notar til að draga úr okkur kjarkinn.

5 Við verðum því að leggja hart að okkur til að halda vöku okkar í starfinu. Það er mikilvægt að rækja „fyrri kærleika [okkar]“. Það gerum við með því að hafa það að fastri reglu að lesa og hugleiða orð Guðs, Biblíuna, og nota okkur allt sem hinn „trúi og hyggni þjónn“ gerir til að styrkja trú okkar. — Opinb. 2:4; Matt. 24:45; Sálm. 119:97.

6 Eins og greinilega kemur fram í spádómum Biblíunnar nálgast sá dagur óðfluga þegar Jehóva mun uppræta óguðlega menn. (2. Pét. 2:3; 3:10) Með það í huga skulum við beita öllum kröftum til að halda áfram að vera kappsamir boðberar og taka af fullum krafti þátt í að boða ríki Guðs og gera aðra að lærisveinum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila