Ætlarðu að líkja eftir kostgæfni Jehóva og Jesú í kringum minningarhátíðina?
1. Hvað gera vottar Jehóva kringum minningarhátíðina?
1 Jehóva vinnur að því af kostgæfni að hrinda vilja sínum í framkvæmd. Í Jesaja 9:6 er rætt um margvíslega blessun sem ríki Guðs hefur í för með sér. Síðan segir: „Vandlæting [„kostgæfni“, NW] Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma.“ Sonur Guðs var sömuleiðis afar kostgæfinn gagnvart sannri tilbeiðslu meðan hann þjónaði á jörð. (Jóh. 2:13-17; 4:34) Milljónir boðbera út um allan heim reyna að líkja eftir kostgæfni Jehóva og Jesú og leggja sig sérstaklega fram um að taka meiri þátt í boðunarstarfinu kringum minningarhátíðina ár hvert. Ætlar þú að gera það líka?
2. Hvaða átak hefst laugardaginn 7. mars?
2 Átak til að bjóða á minningarhátíðina: Laugardaginn 7. mars, á þessu ári, hefjum við átak til að bjóða fólki að sækja minningarhátíðina. Gerðu áætlun núna um að taka þátt í boðunarstarfinu af kostgæfni. Söfnuðirnir munu leggja sig alla fram við að komast yfir sem mest af svæði sínu. Settu þér takmark að bjóða sem flestum biblíunemenda þinna, þeim sem þú heimsækir reglulega, vinnufélögum, ættingjum og skólafélögum með því að gefa þeim boðsmiða eða nota jw.org.
3. Hvernig getum við gert meira í boðuninni í mars og apríl?
3 Geturðu verið aðstoðarbrautryðjandi? Margir kostgæfir boðberar eiga eflaust eftir að gera meira í boðuninni á þessu tímabili, til dæmis með því vera aðstoðarbrautryðjendur. Í mars og apríl er aðstoðarbrautryðjendum boðið upp á að starfa 30 tíma. Hugleiddu í bænarhug í fjölskyldunáminu eða einkanámi þínu hvernig þú gætir náð þessu takmarki. (Orðskv. 15:22) Eldmóður þinn gagnvart þessu boðunarátaki getur hvatt aðra til að vinna af kostgæfni. Ef þú breytir dagskrá þinni til að geta gert meira líkirðu eftir kostgæfni Jesú. – Mark. 6:31-34.
4. Hvaða umbun hljótum við ef við líkjum eftir kostgæfni Jehóva og Jesú?
4 Það skilar sér ríkulega að líkja eftir kostgæfni Jehóva og Jesú kringum minningarhátíðina. Fleiri á svæðinu fá þá að heyra boðskapinn en venjulega. Við njótum þeirrar gleði og ánægju sem fylgir því að þjóna Jehóva og gefa öðrum. (Post. 20:35) Síðast en ekki síst gleðjum við Jehóva Guð og son hans, Jesú Krist.