Gerum tímabilið í kringum minningarhátíðina ánægjulegt
1. Hvernig væri hægt að njóta meiri gleði í kringum minningarhátíðina?
1 Myndir þú vilja njóta meiri gleði í mars, apríl og maí? Ein leið til þess er að auka boðunarstarfið og gerast aðstoðarbrautryðjandi ef þú hefur tök á því. Að hvaða leyti myndi það veita þér meiri ánægju?
2. Hvernig hefur aukið boðunarstarf áhrif á gleði okkar?
2 Njóttu meiri gleði: Jehóva skapaði okkur þannig að við gætum haft gleði og ánægju af því að tilbiðja hann þegar við uppfyllum meðfædda andlega þörf okkar. (Lúk. 11:28) Hann gerði okkur líka þannig úr garði að við hefðum ánægju af því að gefa öðrum. (Post. 20:35) Þegar við boðum fagnaðarerindið getum við gert hvort tveggja – tilbeðið Guð og hjálpað öðrum. Það er því rökrétt að álykta að aukið boðunarstarf veiti okkur aukna gleði. Auk þess verðum við hæfari boðberar eftir því sem við boðum trúna meira. Og því meiri framförum sem við tökum því öruggari verðum við og kvíðinn minnkar til muna. Við fáum líka fleiri tækifæri til að segja fólki frá trú okkar og hefja ný biblíunámskeið. Allt þetta gerir boðunarstarfið ánægjulegra.
3. Hvers vegna er tilvalið að gerast aðstoðarbrautryðjandi í mars og apríl?
3 Mars og apríl verða sérstaklega hentugir mánuðir fyrir aðstoðarbrautryðjendastarf vegna þess að við getum valið að starfa annaðhvort 30 eða 50 klukkustundir. Auk þess stendur yfir ánægjulegt boðunarátak frá laugardeginum 22. mars fram að minningarhátíðinni 14. apríl. Þá bjóðum við fólki á minningarhátíðina. Það verður mikil gleði í söfnuðunum því að margir ,þjóna Jehóva einhuga‘ til að komast yfir eins mikið starfssvæði og mögulegt er á þessu tímabili. – Sef. 3:9.
4. Hvað ættum við að gera ef við viljum verða aðstoðarbrautryðjendur?
4 Undirbúðu þig núna: Farðu yfir tímaáætlun þína ef þú hefur ekki þegar gert það. Athugaðu hvort þú getir hliðrað til og starfað meira í einn eða fleiri mánuði. Gerðu það að bænarefni. (Jak. 1:5) Talaðu um það við fjölskylduna og aðra í söfnuðinum. (Orðskv. 15:22) Kannski gætir þú líka notið þeirrar gleði sem hlýst af því að vera aðstoðarbrautryðjandi þótt þú stríðir við heilsuleysi eða vinnir fulla vinnu.
5. Hver verður árangurinn ef við aukum boðunarstarf okkar í kringum minningarhátíðina?
5 Jehóva vill að þjónar sínir séu glaðir. (Sálm. 32:11) Ef við leggjum okkur fram og aukum starf okkar í kringum minningarhátíðina veitir það okkur meiri gleði og gleður líka himneskan föður okkar. – Orðskv. 23:24; 27:11.