Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.11 bls. 1
  • Aukið starf í kringum minningarhátíðina

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Aukið starf í kringum minningarhátíðina
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Getur þú gerst aðstoðarbrautryðjandi?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Segjum öðrum frá fagnaðarerindinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Víðfrægjum dáðir Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Gerum tímabilið í kringum minningarhátíðina ánægjulegt
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 2.11 bls. 1

Aukið starf í kringum minningarhátíðina

1. Hvers vegna ættum við að hugleiða hvort við getum aukið starf okkar á vormánuðum?

1 Geturðu aukið starf þitt á komandi vormánuðum? Þá fer að hlýna í veðri og daginn að lengja. Sumir boðberar hafa frí frá vinnu eða skóla og geta notað meiri tíma í boðunarstarfinu. Annan apríl hefst átak til að bjóða fólki á minningarhátíðina sem verður haldin 17. apríl. Síðan getum við leitast við að bjóða áhugasömum, sem mættu á minningarhátíðina, á sérræðuna sem verður flutt í vikunni sem hefst 25. apríl. Við höfum margar ástæður til að hugleiða hvort við getum aukið starf okkar í mars, apríl og maí.

2. Hvaða ágætu leið getum við notað til að auka við starf okkar?

2 Aðstoðarbrautryðjandastarf: Ágæt leið til að auka starf sitt er að gerast aðstoðarbrautryðjandi. Þar sem við erum öll önnum kafin þurfum við að skipuleggja tíma okkar og gera breytingar á stundaskránni. (Orðskv. 21:5) Ef til vill gætirðu frestað lítilvægari málum sem tilheyra hinu daglega amstri. (Fil. 1:9-11) Hvers vegna ekki að ræða við aðra í söfnuðinum um löngun þína til að þjóna sem aðstoðarbrautryðjandi og athuga hvort fleiri geti slegist í hópinn?

3. Hvaða ráðstafanir geta fjölskyldur gert til að auka við starf sitt?

3 Á næsta biblíunámskvöldi fjölskyldunnar væri gott að ræða hvaða markmið fjölskyldan gæti sett sér. (Orðskv. 15:22) Með góðri samvinnu allra gætu kannski einhverjir í fjölskyldunni gerst aðstoðarbrautryðjendur í einn eða fleiri mánuði. Hvað ef þið komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki mögulegt? Þið sem fjölskylda gætuð samt sem áður aukið við starf ykkar með því að fara í boðunarstarfið einstaka kvöld í vikunni eða með því að starfa lengur um helgar.

4. Hvaða blessun hljótum við ef við aukum starf okkar á vormánuðum?

4 Jehóva tekur eftir öllu sem við gerum til að þjóna honum og kann að meta það sem við leggjum á okkur. (Hebr. 6:10) Þegar við gefum af okkur í þágu Jehóva og annarra njótum við sannrar gleði. (1. Kron. 29:9; Post. 20:35) Gætirðu aukið við starf þitt á vormánuðum og þar með uppskorið aukna gleði og blessun?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila