Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn júlí-september
Lestu Matteus 24:3. Segðu síðan: „Sumir telja að hér sé verið að spyrja hvenær jörðin muni líða undir lok. Heldur þú að jörðinni verði eytt? [Gefðu kost á svari.] Í svari Jesú kemur fram að það sé ekki jörðin sem eigi eftir að farast heldur séu miklar og jákvæðar breytingar í vændum. Í greininni á bls. 16 er fjallað nánar um það.“
Varðturninn júlí-september
„Sjálfshjálparbækur um ást, barnauppeldi og lífshamingju eru vinsælar nú til dags. Hefur þú haft gagn af einhverjum bókum af því tagi? [Gefðu kost á svari.] Mörgum yfirsést ein bók sem hefur að geyma áreiðanlegar leiðbeiningar. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:16.] Í þessu blaði kemur fram af hverju hægt sé að treysta Biblíunni og nefnd eru dæmi um góðar leiðbeiningar sem hún gefur.“
Vaknið! júlí-september
„Eins og þú veist hafa menn deilt um hvort það sé rétt eða rangt að láta eyða fóstri. Heldurðu að Biblían geti hjálpað fólki að taka ákvarðanir í slíkum málum? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.] Í þessu blaði kemur fram hvað Biblían hefur til málanna að leggja á þessu sviði.“
Vaknið! júlí-september
„Það er algengt að hjónabönd fari út um þúfur vegna ótryggðar. Heldurðu að þetta vers geti hjálpað hjónum að vera hvort öðru trú? [Lestu Matteus 5:28. Gefðu síðan kost á svari.] Í þessari grein er bent á hvernig Biblían geti hjálpað hjónum að halda hjúskaparheitið.“ Sýndu greinina sem hefst á bls. 24.