Er ég hæfur til að prédika?
1. Af hverju ættum við ekki að halda að við séum vanhæf til að prédika?
1 Þú þarft alls ekki að örvænta þó að þú hafir einhvern tíma spurt sjálfan þig að einhverju slíku. Það er hvorki formleg menntun eða framúrskarandi hæfileikar sem gera okkur hæf til að þjóna Guði. Sagt var um suma af lærisveinunum á fyrstu öld að þeir væru „ekki lærðir, heldur óbrotnir alþýðumenn“. Engu að síður bar prédikun þeirra mikinn árangur vegna þess að þeir voru ákveðnir í að fylgja fordæmi Jesú. — Post. 4:13; 1. Pét. 2:21.
2. Hvað einkenndi kennslu Jesú?
2 Hvernig Jesús kenndi: Kennsla hans var einföld, auðskilin og hagnýt. Spurningar hans, dæmisögur og einfaldar kynningar náðu athygli áheyrenda. (Matt. 6:26) Hann hafði einlægan áhuga á fólki. (Matt. 14:14) Hann kenndi eins og sá sem vald hafði og talaði af öryggi því að hann vissi að Jehóva hafði falið honum að boða fagnaðarerindið. — Lúk. 4:18.
3. Hvernig hjálpar Jehóva okkur að þjóna sér?
3 Jehóva hjálpar okkur: Jehóva notar orð sitt og söfnuð til að sjá okkur fyrir þeirri fræðslu sem við þurfum til að geta prédikað fagnaðarerindið með góðum árangri. (Jes. 54:13) Vegna þess að Jehóva varðveitti frásögur af því hvernig Jesús kenndi getum við skoðað aðferðir hans og líkt eftir þeim. Hann gefur okkur einnig heilagan anda og kennir okkur á samkomum. (Jóh. 14:26) Þar að auki sér hann okkur fyrir reyndum boðberum sem geta hjálpað okkur að ná betri árangri.
4. Af hverju höfum við ærna ástæðu til að finnast við hæf til að boða fagnaðarerindið?
4 Við höfum fulla ástæðu til að finnast við hæf til að prédika því að,hæfileiki okkar er frá Guði‘. (2. Kor. 3:5) Eins lengi og við reiðum okkur á Jehóva og nýtum okkur vel ráðstafanir hans verðum við,albúin og hæf ger til sérhvers góðs verks.‘ — 2. Tím. 3:17.