Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.96 bls. 1
  • Hver er hæfur til að prédika?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hver er hæfur til að prédika?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Er ég hæfur til að prédika?
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Hæfir til að kenna orð Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • „Prédika þú orðið“
    Lofsyngjum Jehóva
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 8.96 bls. 1

Hver er hæfur til að prédika?

1 Hefur þér, í tengslum við boðunarstarfið, nokkurn tíma liðið eins og Móse? Hann sagði: „Æ, [Jehóva], aldrei hefi ég málsnjall maður verið, hvorki áður fyrr né heldur síðan þú talaðir við þjón þinn.“ (2. Mós. 4:10) Ef þér líður þannig hefur þú ef til vill tilhneigingu til að liggja á liði þínu. En Jesús „bauð oss að prédika fyrir lýðnum og vitna.“ (Post. 10:42) Hvernig verðum við þá hæfir prédikarar fagnaðarerindisins?

2 Það sem gerir okkur hæf fyrir boðunarstarfið er ekki hve mikla veraldlega menntun við höfum. Páll sagði að ekki hafi „margir vitrir að manna dómi“ verið ‚kallaðir‘ og að „speki þessa heims er heimska hjá Guði.“ (1. Kor. 1:26; 3:19) Jesús valdi postula sína úr hópi hinna vinnandi stétta — að minnsta kosti fjórir þeirra höfðu atvinnu af fiskveiðum. Hinir hrokafullu trúarleiðtogar litu niður á þá sem ‚ólærða leikmenn.‘ Samkvæmt veraldlegri mælistiku voru postularnir óhæfir til að prédika. Engu að síður fékk snilldarleg ræða Péturs á hvítasunnudaginn 3000 manns til að láta skírast. — Post. 2:14, 37-41; 4:13.

3 Jehóva gerir okkur hæf til að prédika: Páll lýsti yfir: „Hæfileiki vor [er] frá Guði.“ (2. Kor. 3:5) Jehóva, uppspretta viskunnar, hefur kennt milljónum að boða öðrum sannindi Guðsríkis. (Jes. 54:13) Hversu áhrifamikið og árangursríkt þetta starf hefur verið má sjá af þeim 338.491 sem létu skírast síðastliðið ár sem lifandi „meðmælabréf.“ (2. Kor. 3:1-3) Við höfum fulla ástæðu til að prédika með djörfung og sannfæringu um það sem við höfum lært hjá Jehóva.

4 Skipulag Guðs hefur komið á laggirnar alþjóðlegu þjálfunarkerfi fyrir boðbera fagnaðarerindisins. Ritningin og margvísleg hjálpargögn til biblíunáms eru notuð til að kenna okkur og þjálfa svo að við verðum ‚albúin og hæf‘ til að prédika. (2. Tím. 3:16, 17) Margir hafa orðið hrifnir af þeirri fræðimennsku sem er að finna í ritum Félagsins. Til dæmis sagði sænskt tímarit: „Að baki trúnni, sem vottar Jehóva prédika, liggja biblíuvísindi, með svo alþjóðlegri skírskotun og á svo háu plani að furðu sætir.“

5 Leiðsögnin, sem við fáum á hinum fimm vikulegu samkomum okkar, dagskrá okkar til biblíulestrar og biblíunáms, leiðbeiningarnar í Guðveldisskólanum, persónuleg aðstoð frá reyndum boðberum og, framar öllu, stuðningur heilags anda Jehóva, leyfir okkur að vera sannfærð um að Jehóva álíti okkur vel hæf til að prédika. Já, „frá Guði frammi fyrir augliti Guðs, með því að vér erum í Kristi,“ prédikum við. — 2. Kor. 2:17.

6 Ef við nýtum okkur til fulls þá guðræðislegu þjálfun sem Guð veitir fyrir milligöngu skipulags síns, höfum við enga ástæðu til að liggja á liði okkar eða láta hræða úr okkur kjarkinn. Við getum með gleði prédikað fyrir öðrum, fullviss um að Jehóva blessi viðleitni okkar. — 1. Kor. 3:6.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila