„Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað“
1. Hvernig vitum við að ekkert getur stöðvað boðunarstarfið?
1 Ekkert getur komið í veg fyrir að Jehóva hrindi vilja sínum í framkvæmd. (Jes. 14:24) Það virtist ómögulegt fyrir Gídeon dómara og 300 menn hans að sigra 135.000 manna her Midíaníta. Engu að síður sagði Jehóva við hann: „Frelsaðu Ísrael úr höndum Midíans. Er það ekki ég sem sendi þig?“ (Dóm. 6:14) Hvaða starf styður Jehóva nú á tímum? Jesús sagði: „Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina.“ (Matt. 24:14) Enginn getur komið í veg fyrir að þetta starf verði unnið.
2. Hvers vegna getum við vænst þess að Jehóva hjálpi okkar hverju og einu í starfinu?
2 Jehóva hjálpar okkur hverju og einu: Við getum treyst því að Jehóva láti votta sína ná árangri sem hópi. En getum við vænst þess að hann hjálpi okkar hverju og einu? Þegar Páll postuli átti í þrengingum fann hann hvernig Jehóva styrkti hann persónulega fyrir milligöngu Jesú, sonar síns. (2. Tím. 4:17) Á svipaðan hátt getum við treyst því að Jehóva blessi viðleitni okkar sem einstaklinga til að framkvæma vilja hans. — 1. Jóh. 5:14.
3. Undir hvaða kringumstæðum hjálpar Jehóva okkur?
3 Hafa daglegar áhyggjur lífsins þau áhrif að lítið þrek verður eftir fyrir boðunarstarfið? „Hann veitir kraft hinum þreytta.“ (Jes. 40:29-31) Verður þú fyrir ofsóknum eða andstöðu? „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér.“ (Sálm. 55:23) Skortir þig stundum sjálfstraust? „Farðu nú. Ég verð með munni þínum.“ (2. Mós. 4:11, 12) Er heilsan svo slæm að þú þurfir að takmarka þátttökuna í boðunarstarfinu? Jehóva metur einlæga viðleitni þína og getur notað hana þótt takmörkuð sé. — 1. Kor. 3:6, 9.
4. Hvaða áhrif hefur það á okkur að treysta Jehóva?
4 Hönd Jehóva er „upp reidd, hver getur snúið henni?“ (Jes. 14:27) Við treystum því að Jehóva blessi okkur í boðunarstarfinu og höldum því áfram án þess að nokkurt lát verði á að tala „einarðlega í trausti til Drottins“. — Post. 14:3.