Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn júlí-september
„Trúfélög greinir á um það hvaða afstöðu eigi að taka til áfengis. Hvernig heldurðu að Guð líti á neyslu áfengis? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni segir frá því að Jesús hafi einu sinni unnið það kraftaverk að breyta vatni í vín, en annars staðar segir: [Lestu Orðskviðina 23:20a.] Í þessu blaði er lýst öfgalausri afstöðu Biblíunnar.“
Vaknið! júlí-september
„Það virðist aldrei vera nægur tími til að gera allt sem við viljum. Er það ekki líka þín reynsla? [Gefðu kost á svari.] Mörgum hefur fundist þetta vera gott ráð. [Lestu Filippíbréfið 1:10.] Í þessu blaði eru nokkrar góðar tillögur um það hvernig hægt sé að nýta tímann vel og viturlega.“
Varðturninn júlí-september
„Heldurðu að heimurinn væri betri ef allir lifðu í samræmi við þetta ákvæði Biblíunnar? [Lestu Rómverjabréfið 12:18. Gefðu kost á svari.] Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér af hverju Guð sagði stundum þjóð sinni að fara í stríð hér áður fyrr? Þú getur fundið svar Biblíunnar við því í þessari grein.“ Sýndu greinina sem hefst á bls. 11.
Vaknið! júlí-september
Lestu Sálm 37:9-11. Síðan skaltu spyrja: „Hvernig heldurðu að heimurinn verði þegar þetta rætist? [Gefðu kost á svari.] Í þessari grein er fjallað um þennan uppörvandi spádóm og varpað ljósi á það af hverju illskan í heiminum er svona mikil.“ Sýndu greinina sem hefst á bls. 22.