Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.10 bls. 1
  • „Þú skalt ekki óttast“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Þú skalt ekki óttast“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • ,Tölum orð Guðs af djörfung‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Kærleikur hjálpar okkur að sigrast á ótta
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Jehóva veitir þér styrk
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Líktu eftir Jesú og prédikaðu með djörfung
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 10.10 bls. 1

„Þú skalt ekki óttast“

1. Hvaða hindranir gætum við þurft að takast á við líkt og Jeremía?

1 Jeremía fannst hann ekki vera hæfur þegar hann var skipaður spámaður. En Jehóva róaði hann með því að segja honum að,óttast ekki‘ og styrkti hann vingjarnlega til að hann gæti tekist á við verkefnið. (Jer. 1:6-10) Feimni eða lítið sjálfstraust gæti einnig haft áhrif á þátttöku okkar í boðunarstarfinu. Ef við kvíðum því að fólk taki okkur illa í boðunarstarfinu eða líti niður á okkur gæti það líka dregið úr okkur kjarkinn. Hvernig getum við tekist á við þess konar ótta og hvaða blessun hljótum við þá?

2. Hvernig getur undirbúningur hjálpað okkur að draga úr ótta í boðunarstarfinu?

2 Undirbúðu þig: Með góðum undirbúningi er hægt að draga verulega úr ótta. Ef við reynum til dæmis að sjá fyrir mögulega samræðutálma erum við betur í stakk búin til að svara algengum mótbárum. (Orðskv. 15:28) Hvernig væri ef fjölskyldan nýtti hluta af biblíunámskvöldinu til að æfa rétt viðbrögð við ýmsum erfiðleikum sem gætu komið upp í skólanum eða boðunarstarfinu? — 1. Pét. 3:15.

3. Hvernig hjálpar traust á Jehóva okkur að vinna gegn ótta?

3 Treystu á Jehóva: Áhrifaríkt mótefni gegn ótta er að treysta á Jehóva. Hann hefur lofað að hjálpa okkur. (Jes. 41:10-13) Við getum því verið alveg örugg og róleg. Auk þess fullvissaði Jesús okkur um að heilagur andi Guðs myndi hjálpa okkur að bera vitni þegar upp kæmu óvæntar aðstæður. (Mark. 13:11) Biðjum því Jehóva reglulega um að gefa okkur af heilögum anda sínum. — Lúk. 11:13.

4. Hvaða blessun hljótum við ef við höldum ótrauð áfram í boðunarstarfinu þrátt fyrir erfiðleika?

4 Blessun: Þegar við höldum ótrauð áfram í boðunarstarfinu þrátt fyrir erfiðleika, styrkjumst við og verðum fær um að takast á við þær prófraunir sem eru framundan. Við eflum hugrekki okkar og dirfsku en slíkir eiginleikar einkenna þá sem hafa fyllst heilögum anda. (Post. 4:31) Auk þess eflist trú okkar og traust á að Jehóva sé styrkur okkar þegar við tökumst á við óttann með aðstoð hans. (Jes. 33:2) Við fáum líka að reyna þá gleði og ánægju sem hlýst af því að vita að við séum himneskum föður okkar velþóknanleg. (1. Pét. 4:13, 14) Leyfum óttanum því ekki að draga úr okkur kjark heldur boðum Guðsríki með djörfung og treystum alltaf á að Jehóva styðji við bakið á okkur.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila