Nálægðu þig Jehóva
1. Hvaða bók verður byrjað að fara yfir í safnaðarbiblíunáminu í vikunni sem hefst 14. mars næstkomandi?
1 Byrjað verður að fara yfir bókina Nálægðu þig Jehóva í safnaðarbiblíunáminu í vikunni sem hefst 14. mars næstkomandi. Hvernig getum við haft sem mest gagn af náminu? Góður undirbúningur er nauðsynlegur. Yfirleitt verður farið yfir einn kafla í þremur námsstundum. Það ætti því að gefast tími til að segja frá eigin brjósti hvað við lærðum af því að lesa og hugleiða efnið. Þegar farið er yfir síðasta hluta hvers kafla eru færri efnisgreinar til umræðu svo að tími gefist til að brjóta til mergjar efni rammans „Til íhugunar“.
2. Hvernig ætti að fara yfir efnið í rammanum „Til íhugunar“?
2 Rammann „Til íhugunar“ er að finna í lok hvers kafla frá og með öðrum kafla bókarinnar. Þegar efni hans er tekið fyrir ætti sá sem stjórnar safnaðarbiblíunáminu að hvetja þátttakendur til að tjá sig um ritningarstaðina og draga fram það sem þeim þótti athyglisverðast. (Orðskv. 20:5) Til viðbótar við spurningarnar í rammanum getur hann stundum spurt spurninga eins og: „Hvað segir þetta okkur um Jehóva? Hvaða áhrif hefur það á líf okkar? Og hvernig getum við notað það til að hjálpa öðrum?“ Markmiðið ætti að vera að draga fram einlæg svör en ekki spyrja of mikið út í smáatriði.
3. Hvers vegna er bókin Nálægðu þig Jehóva einstök?
3 Nálægðu þig Jehóva er einstök bók. Öll rit,hins trúa og hyggna þjóns‘ lofa Jehóva en þessi bók fjallar eingöngu um eiginleika hans. (Matt. 24:45-47) Við eigum svo sannarlega gott í vændum! Það verður okkur til mikils gagns að fræðast ítarlega um persónuleika Jehóva.
4. Hvernig getum við haft sem mest gagn af safnaðarbiblíunáminu?
4 Til að geta haft sem mest gagn af umræðunum í safnaðarbiblíunáminu skaltu fara vel yfir efnið fyrir fram og vera vakandi fyrir því í hverri námsstund hvernig þú getir kynnst Jehóva enn betur. Megi yfirferð þessarar bókar verða til þess að við nálægjum okkur Jehóva enn meir og verðum færari í að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. — Jak. 4:8.