Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn apríl-júní
„Margir halda að frásagan af paradísinni Eden sé bara ævintýri. En vissirðu að Jesús talaði um Adam og Evu sem sannsögulegar persónur? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Matteus 19:4-6.] Í þessu blaði er svarað nokkrum algengum spurningum um Edengarðinn.“
Vaknið! apríl-júní
Sýndu forsíðuna og spyrðu síðan: „Hvernig myndirðu svara þessari spurningu? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni er fólk hvatt til að vera friðsamt. [Lestu Jakobsbréfið 3:17.] Af hverju hefur trúarbrögðunum þá ekki tekist að sameina mannkynið? Ætli trúarbrögðin eigi einhvern tíma eftir að koma á friði? Það er leitað svara við þessum spurningum í blaðinu.“
Varðturninn apríl-júní
Lestu 1. Mósebók 2:16, 17. Segðu síðan: „Sumar segja að Guð hafi vitað það fyrir fram að Adam myndi syndga. Aðrir hugsa sem svo að það hefði verið hræsni hjá Guði að vara Adam við ef hann vissi hvort eð er hvernig myndi fara. Hvað finnst þér? [Gefðu kost á svari.] Í þessari grein, sem hefst á bls. 13, kemur fram hvernig Guð beitir hæfni sinni til að sjá fram í tímann.“
Vaknið! apríl-júní
„Margir halda að Biblían hljóti að vera fremur óvísindaleg af því að hún er svo gömul. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Það kemur mörgum á óvart að þetta skuli standa í Biblíunni. [Lestu Jesaja 40:22.] Á bls. 28 er að finna grein sem fjallar um það hvort Biblían samræmist vísindunum.“