Getur þú tekið þátt í boðunarstarfinu á sunnudögum?
1. Hvað getum við lært af Páli og förunautum hans þegar þeir voru í Filippí?
1 Í einni af trúboðsferðum sínum komu Páll og förunautar hans til Filippí en svo bar við að það var hvíldardagur Gyðinga. Enginn hefði gagnrýnt þá hefðu þeir nýtt daginn til verðskulaðar hvíldar. En þeir vissu að Gyðingar söfnuðust saman fyrir utan borgina til að biðja svo að þeir notuðu tækifærið til að prédika fyrir þeim. Þú getur ímyndað þér hversu glaðir Páll og förunautar hans hafa verið þegar Lýdía hlustaði og allt heimilisfólk hennar lét skírast. (Post. 16:13-15) Nú á dögum nýta margir sunnudaginn til hvíldar. Væri ekki upplagt að nota hluta dagsins til þess að prédika fyrir þeim?
2. Hverju hafa þjónar Jehóva sigrast á til að geta starfað á sunnudögum án áreitni?
2 Baráttan um sunnudagsstarfið: Árið 1927 voru vottar Jehóva hvattir til að nota hluta hvers sunnudags til boðunarstarfsins. Það leiddi strax til mótspyrnu og margir voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir að brjóta hvíldardagslög, trufla friðinn og stunda sölumennsku án leyfis. En þjónar Jehóva gáfust ekki upp. Á fjórða áratugnum skipulögðu þeir sérstakar herferðir þar sem boðberar frá nærliggjandi söfnuðum fóru saman yfir ákveðið svæði. Ef boðberar voru handteknir var fjöldinn svo mikill að yfirvöld fengu ekki við neitt ráðið. Kannt þú að meta þær fórnir sem þessir bræður færðu til að geta prédikað á sunnudögum án áreitni?
3. Hvað gerir sunnudag að góðum degi fyrir boðunarstarfið?
3 Frábær dagur til boðunarstarfsins: Margir eru heima frá vinnu á sunnudögum og eru oftast afslappaðir. Þeir sem sækja kirkju á þessum degi eru líklegri til þess að vilja ræða um Guð. Ef samkoma okkar er á sunnudögum erum við nú þegar klædd fyrir boðunarstarfið svo hvers vegna ekki að nýta tímann fyrir eða eftir samkomu til að boða fagnaðarerindið? Ef þörf krefur geturðu tekið með þér nesti.
4. Hvaða gleði getum við upplifað ef við notum hluta sunnudags í starfið?
4 Þó að við notum hluta sunnudags í starfið höfum við enn tíma til að fá þá hvíld sem við þurfum á að halda. Og hvíldinni mun fylgja sú ánægja sem hlýst af því að taka þátt í heilagri þjónustu. (Orðskv. 19:23) Við gætum jafnvel upplifað þá gleði að finna einhvern eins og Lýdíu.