Helgist nafn Guðs
1. Hvert er stef svæðismótsins 2012 og hvaðan er það tekið?
1 Það er mikill heiður að fá að bera nafn Jehóva – alheimsdrottins. Það var Guð sjálfur sem bauð okkur að bera nafn sitt. Árið 1931 tókum við upp nafnið Vottar Jehóva til að kenna okkur enn betur við hið mikla nafn Guðs. (Jes. 43:10) Jesús, einkasonur Jehóva, bar svo mikla virðingu fyrir nafninu að það fyrsta sem hann sagði fylgjendum sínum að biðja um var að nafn Guðs helgaðist. (Matt. 6:9) Orð Jesú hafa því verið valin sem stef svæðismótsins 2012 en það er: „Helgist nafn Guðs“.
2. Um hvað verður fjallað á mótinu?
2 Það sem við munum heyra: Á laugardeginum fáum við að heyra ræðuna „Kunngerið nafn Guðs í fullu starfi“. Í henni verður fjallað um hvernig þjónustan í fullu stafi er gefandi. Við fáum einnig að heyra ræðusyrpuna „Varist að smána nafn Jehóva“ sem á eftir að hjálpa okkur að forðast fjórar gildrur sem við gætum fallið í. Hvað hjálpar okkur að prédika af brennandi áhuga þar sem fólk virðist sýna lítinn áhuga? Hvað hjálpar okkur að prédika á markvissan hátt? Þessum spurningum verður svarað í ræðunni „Hvers vegna verður að helga nafn Guðs?“ Á sunnudeginum verður flutt ræðusyrpa í fjórum hlutum þar sem við lærum hvernig við getum helgað nafn Guðs með hugsunum okkar, talsmáta, ákvörðunum og hegðun. Þeir sem hafa nýlega sýnt áhuga koma sérstaklega til með að njóta opinbera fyrirlestrarins en hann nefnist: „Jehóva mun helga nafn sitt í Harmagedón“.
3. Hvaða heiður höfum við og hvernig mun svæðismótið hjálpa okkur?
3 Innan skamms lætur Jehóva til skarar skríða og helgar nafn sitt. (Esek. 36:23) En þangað til höfum við þann mikla heiður að fá að verja allt sem hið heilaga nafn Jehóva stendur fyrir. Við erum þess fullviss að dagskrá svæðismótsins eigi eftir að hjálpa okkur öllum að rísa undir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir því að bera nafn Guðs.