Verði vilji Guðs
1. Hvert er stef sérstaka mótsdagsins árið 2012 og hvers vegna er það viðeigandi umfjöllunarefni?
1 Við vorum sköpuð vegna vilja Jehóva. (Opinb. 4:11) Það er því ógerlegt fyrir okkur að lifa í samræmi við fyrirætlun Jehóva án þess að læra hver sé vilji hans og breyta svo í samræmi við hann. Það er ekki eins auðvelt og það kann að virðast því að við þurfum berjast gegn þeirri tilhneigingu okkar að gera „vilja holdsins og hugsana vorra“ og „vilja heiðingjanna“. (Ef. 2:3; 1. Pét. 4:3, Biblían 1981; 2. Pét. 2:10) Án aðstoðar Guðs ættum við líka á hættu að lenda í „snöru djöfulsins“. (2. Tím. 2:26) Dagskrá sérstaka mótsdagsins á þjónustuárinu 2012 mun hjálpa okkur öllum að lifa í samræmi við það sem Jesús kenndi okkur að biðja um í faðirvorinu, það er að segja beiðnina „verði þinn vilji“. – Matt. 6:9, 10.
2. Hvaða spurningum verður svarað á mótinu?
2 Spurningar sem verður svarað: Leitaðu svara við eftirfarandi spurningum meðan þú hlustar á dagskrána: Hvað er jafn mikilvægt og að heyra orð Guðs? Hvað getum við gert til að skilja alltaf hver sé vilji Jehóva? Hvers vegna þurfum við að vera fús til að liðsinna alls konar fólki? Hvernig getum við lifað innihaldsríku og ánægjulegu lífi? Börn og unglingar, hvað þurfið þið að sanna fyrir Jehóva? Hvaða umbun fá þeir sem gera vilja Guðs? Hvers vegna er áríðandi að við hvetjum og uppörvum hvert annað?
3. Hvernig getum við haft sem mest gagn af mótsdeginum?
3 Gerðu þitt ýtrasta til að vera viðstaddur og hlustaðu af athygli á dagskrána. Fulltrúi deildarskrifstofunnar eða farandhirðir verður líklega á staðnum og flytur ræðu. Fyrir og eftir dagskrána er þér velkomið að tala við hann og eiginkonu hans, ef hann er giftur. Eftir að þú kemur heim skaltu rifja upp með fjölskyldunni hvað þú lærðir og hvernig þið getið breytt í samræmi við það. Ef þú gerir það muntu síður gleyma því sem þú heyrðir. – Jak. 1:25.
4. Af hverju er mikilvægt að við látum vilja Guðs ganga fyrir í lífi okkar?
4 Áður en langt um líður mun Jehóva eyða þeim sem leita síns eigin og neita að fara eftir vilja hans. (1. Jóh. 2:17) Þess vegna erum við Jehóva þakklát fyrir að hafa undurbúið þessa tímabæru kennslu til að hjálpa okkur að láta vilja hans ganga fyrir í lífi okkar.