Við þurfum að fara aftur til þeirra sem sýna áhuga
1. Hvað verður að vökva svo að það vaxi?
1 Ef við sáum fræjum í pott verðum við að vökva þau svo að þau vaxi. Hið sama mætti segja um sannleiksfræin sem sáð er í hjarta fólksins á svæðinu. (1. Kor. 3:6) Við þurfum að fara aftur til þeirra sem sýna áhuga og vökva þessi táknrænu fræ með orði Guðs ef við viljum að þau spíri, vaxi og dafni.
2. Hvernig getum við lagt grunninn að næstu heimsókn?
2 Notaðu spurningar: Þegar þú undirbýrð kynningarorð gætirðu einnig búið þig undir að nota spurningu sem vekur áhuga og hægt væri að svara í næstu heimsókn. Varpaðu henni fram í lok fyrstu heimsóknarinnar og gerðu ráðstafanir til að koma aftur. Mörgum boðberum hefur fundist gagnlegt að velja efni úr bókinni Hvað kennir Biblían? með það að markmiði að hefja biblíunámskeið.
3. Hvað ættirðu að punkta hjá þér þegar þú hittir áhugasaman einstakling?
3 Skrifaðu hjá þér minnispunkta: Um leið og þú hefur lokið fyrstu heimsókn skaltu gefa þér tíma til að skrifa niður minnispunkta. Skrifaðu niður nafn og heimilisfang viðmælandans. Einnig væri gott að punkta hjá sér dag- og tímasetningu, efnið sem þið rædduð um og ritningarstaði sem þú last eða bentir á. Punktaðu einnig hjá þér hvenær þið ætlið að hittast aftur og hvaða spurningum þú lofaðir að svara. Þessar upplýsingar ættu að nægja þér til að vera vel undirbúinn þegar þú kemur næst.
4. Hvers vegna ættum við ekki að gefast upp þótt erfitt sé að hitta aftur einhvern sem sýndi áhuga?
4 Gefstu ekki upp: Satan unnir sér ekki hvíldar við að reyna að ,taka burt orðið‘ sem sáð er í hjarta fólks. (Mark. 4:14, 15) Gefstu þess vegna ekki upp þótt það geti verið erfitt að hitta áhugasaman einstakling aftur heima. Hvernig væri að skrifa honum bréf eða skilja eftir skilaboð í póstkassanum? Brautryðjandasystir hitti konu sem þáði biblíunámskeið en gekk illa að hitta hana aftur heima. Hún skrifaði henni því bréf. Þegar systirin hitti loksins konuna aftur sagðist konan hafa verið djúpt snortin af þeim áhuga sem systirin sýndi henni. Ef við vökvum fræ sannleikans fáum við að upplifa þá gleði að sjá þau vaxa fram til þroska og „bera þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt“. – Mark. 4:20.