Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.97 bls. 3-6
  • Byggðu upp djörfung til að fara í endurheimsóknir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Byggðu upp djörfung til að fara í endurheimsóknir
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Endurheimsóknir eru undanfari biblíunámskeiðs
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Hefjum biblíunámskeið með fleirum
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Byggðu á áhuganum með því að fara í áhrifaríkar endurheimsóknir
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Einfaldar og áhrifaríkar endurheimsóknir
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 3.97 bls. 3-6

Byggðu upp djörfung til að fara í endurheimsóknir

1 Finnst þér gaman að fara í endurheimsóknir? Mörgum boðberum finnst það. Kannski varstu kvíðinn í fyrstu, sérstaklega þegar þú bankaðir upp á hjá fólki sem sýndi fremur lítinn áhuga í fyrstu heimsókn. En þegar þú byggir upp djörfung með hjálp Guðs til að flytja fagnaðarerindið í endurheimsóknum, þá kemur það þér kannski á óvart hve auðvelt og gefandi þetta starf getur verið. (1. Þess. 2:2) Hvernig þá?

2 Svo nokkuð sé nefnt er þýðingarmikill munur á fyrstu heimsókn og endurheimsókn. Þegar þú ferð í endurheimsókn ertu að heimsækja mann sem þú ert málkunnugur, ekki bláókunnuga manneskju, og yfirleitt er auðveldara að tala við þann sem maður kannast við en ókunnan mann. Og þátttaka í þessu starfi getur borið ríkulegan ávöxt því að endurheimsókn getur leitt til árangursríks heimabiblíunámskeiðs.

3 Þegar við störfum hús úr húsi erum við alltaf að hitta fólk sem sýndi ekki áhuga í fyrri heimsóknum. Hvers vegna höldum við þá áfram að heimsækja það? Við gerum okkur ljóst að aðstæður manna breytast og sá sem virtist áhugalaus eða jafnvel andsnúinn í fyrri heimsókn getur sýnt áhuga næst þegar við komum. Með það í huga undirbúum við okkur vel og biðjum um blessun Jehóva þannig að eitthvað sem við segjum í þetta skipti nái til þessa fólks.

4 Fyrst við prédikum fúslega hús úr húsi fyrir fólki sem hefur engan áhuga sýnt fram til þessa, ættum við þá ekki að vera enn fúsari til að heimsækja aftur hvern þann sem sýnir einhvern áhuga á boðskapnum um Guðsríki? — Post. 10:34, 35.

5 Mörg okkar eru í sannleikanum núna vegna þess að boðberi heimsótti okkur þolinmóðlega aftur og aftur. Ef svo er um þig gætirðu spurt þig: ‚Hvernig kom ég þessum boðbera fyrst fyrir sjónir? Tók ég við boðskapnum um Guðsríki strax og ég heyrði hann? Getur verið að ég hafi virst áhugalaus?‘ Við ættum að vera þakklát fyrir að boðberinn, sem kom aftur til okkar, skyldi hafa talið okkur þess verðug að fá endurheimsókn og að ‚Guð skyldi gefa honum djörfung‘ til að koma aftur og kenna okkur sannleikann. Hvað um þá sem sýna einhvern áhuga í fyrstu en virðast svo forðast okkur síðar? Jákvæð afstaða er mikilvæg eins og eftirfarandi frásaga ber með sér.

6 Tveir boðberar voru í götustarfi snemma morguns þegar þeir hittu unga konu með barn í kerru. Konan þáði blað og bauð systrunum að heimsækja sig næsta sunnudag. Þær komu á umsömdum tíma en konan sagðist ekki mega vera að því að tala við þær. Hún lofaði hins vegar að vera viðlátin í vikunni á eftir. Systurnar efuðust um að konan stæði við stefnumótið en hún beið eftir þeim þegar þær komu. Námskeið var stofnað og konan tók undraverðum framförum. Áður en langt um leið var hún farin að sækja samkomurnar reglulega og taka þátt í boðunarstarfinu. Nú er hún skírð.

7 Leggðu grunninn í fyrstu heimsókn: Grunnurinn að árangursríkri endurheimsókn er oft lagður í fyrstu heimsókn. Hlustaðu vel á það sem húsráðandi segir. Hvað geturðu ályktað af því? Er hann trúhneigður? Hefur hann áhyggjur af þjóðfélagsmálum? Hefur hann áhuga á vísindum, sögu eða umhverfismálum? Áður en þú kveður geturðu varpað fram áhugaverðri spurningu og lofað að ræða svar Biblíunnar næst þegar þú kemur.

8 Ef húsráðandi er til dæmis hrifinn af fyrirheiti Biblíunnar um paradís á jörð gæti átt vel við að ræða það mál nánar. Rétt áður en þú ferð gætirðu spurt: „Hvernig getum við verið viss um að Guð uppfylli þetta fyrirheit?“ Bættu síðan við: „Kannski má ég koma við þegar hinir í fjölskyldunni eru heima og þá get ég sýnt ykkur svar Biblíunnar við þessari spurningu.“

9 Ef húsráðandinn hefur ekki sýnt áhuga á neinu sérstöku viðfangsefni gætirðu varpað fram einni af spurningunum sem eru í kynningunum á baksíðu Ríkisþjónustunnar og notað hana sem grunn að næsta spjalli.

10 Haltu nákvæma skrá: Þú ættir að skrifa hjá þér nákvæma og ítarlega minnispunkta. Skrifaðu niður nafn og heimilisfang húsráðanda um leið og þú yfirgefur húsið. Giskaðu ekki á húsnúmer eða götuheiti — fullvissaðu þig um að þú hafir réttar upplýsingar. Skrifaðu hjá þér lýsingu á húsráðanda. Skrifaðu hvert umræðuefnið var, hvaða ritningarstaði þú last, hvaða rit þú skildir eftir og hvaða spurningu þú ætlar að ræða næst. Skrifaðu dagsetningu og tíma heimsóknarinnar og hvenær þú sagðist ætla að koma aftur. Og týndu svo ekki minnisblaðinu. Geymdu það á vísum stað þannig að þú getir skoðað það seinna. Hugsaðu um einstaklinginn og veltu fyrir þér hvernig þú takir á málum í næstu heimsókn.

11 Hafðu hugfast hvaða markmiðum þú vilt ná: Í fyrsta lagi skaltu vera hlýlegur og vingjarnlegur og gera þitt besta til að húsráðandi slaki á. Sýndu að þú hafir áhuga á honum sem persónu án þess þó að vera kumpánlegur um of. Minntu hann síðan á spurninguna sem þú varpaðir fram í síðustu heimsókn. Hlustaðu vandlega á sjónarmið hans og láttu í ljós að þú kunnir vel að meta það sem hann segir. Sýndu síðan fram á hvers vegna sjónarmið Biblíunnar eru raunhæf. Ef þú getur skaltu benda honum á skylt efni í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Hafðu hugfast að aðalmarkmið þitt í endurheimsóknum er að koma af stað biblíunámskeiði.

12 Hið beinskeytta tungutak Þekkingarbókarinnar hefur veitt mörgum djörfung til að hvetja biblíunemendur til að sækja samkomur og eiga félagsskap við skipulag Jehóva. Áður höfðum við tilhneigingu til að bjóða biblíunemendum ekki að sækja samkomur með okkur fyrr en þeir höfðu haft námskeið um tíma. En núna byrja margir biblíunemendur að sækja samkomur um leið og þeir fara að nema, og taka mun hraðari framförum fyrir vikið.

13 Hjón báru óformlega vitni fyrir vinnufélaga. Þegar hann sýndi sannleikanum áhuga buðu þau honum biblíunámskeið með hjálp Þekkingarbókarinnar. Samtímis sögðu þau honum að hann ætti að sækja samkomurnar þar sem mörgum af spurningum hans yrði svarað. Maðurinn þáði fúslega boð þeirra um biblíunámskeið, sem var haldið tvisvar í viku, og tók að sækja reglulega samkomur í ríkissalnum.

14 Notaðu bæklinginn Hvers krefst Guð af okkur?: Bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur? kom út á landsmótinu „Friðarboðberar Guðs“ á fjölmörgun erlendum málum og brátt kemur hann líka út á íslensku. Þessi bæklingur er vel til þess fallinn að hefja biblíunámskeið með guðhræddu fólki, óháð menntun þess. Hann inniheldur yfirgripsmikið námsefni og fer yfir undirstöðukenningar Biblíunnar. Þetta rit mun reynast mjög áhrifamikið hjálpargagn til að miðla þekkingunni á Guði. Það útskýrir sannleikann svo skýrt og á svo einfaldan hátt að hver sem er getur notað það til að kenna öðrum kröfur Guðs. Trúlega eiga margir boðberar eftir að hafa þau sérréttindi að halda biblíunámskeið með hjálp þessa bæklings.

15 Sumum finnst þeir kannski ekki hafa nægan tíma til að nema Þekkingarbókina en eru í staðinn fúsir til að eiga stuttar námsstundir þar sem bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur? er notaður. Þeir munu hafa ánægju af því sem þeir læra. Á aðeins tveim eða þrem blaðsíðum finna þeir svör við spurningum sem fólk hefur hugleitt um aldaraðir: Hver er Guð? Hver er djöfullinn? Í hvaða tilgangi skapaði Guð jörðina? Hvað er Guðsríki? Hvernig getur þú fundið hina sönnu trú? Enda þótt bæklingurinn komi sannleikanum á framfæri með einföldum orðum er boðskapurinn mjög öflugur. Hann fer yfir lykilatriði sem öldungarnir rifja upp með skírnþegum og getur verið stökkpallur að rækilegra námi með hjálp Þekkingarbókarinnar.

16 Til að bjóða námskeið í endurheimsókn gætirðu einfaldlega sagt: „Vissirðu að þú þarft aðeins að taka þér fáeinar mínútur til að fá svör við þýðingarmikilli biblíuspurningu?“ Berðu síðan fram spurningu sem er í byrjun einhvers kaflans í bæklingnum. Ef þú ert að heimsækja roskinn mann gætirðu til dæmis sagt: „Við vitum að Jesús læknaði fólk á sínum tíma. En hvað ætli Jesús geri í framtíðinni fyrir sjúka, aldraða og dána?“ Svörin er að finna í 5. kafla. Trúhneigður maður gæti haft áhuga á spurningunni: „Hlustar Guð á allar bænir?“ Henni er svarað í 7. kafla. Fjölskyldufólk vill gjarnan vita hvers Guð krefst af foreldrum og börnum. Svarið er í 8. kafla. Af öðrum spurningum má nefna: „Geta dánir gert lifandi fólki mein?“ sem svarað er í 11. kafla, „Hvers vegna segjast svona margir trúflokkar vera kristnir?“ í 13. kafla og „Hvað verður þú að gera til að verða vinur Guðs?“ sem er rætt um í 16. kafla.

17 Hjálpaðu þeim sem tala annað tungumál: Hvað um húsráðendur sem tala annað tungumál? Ef kostur er ætti að kenna þeim á því tungumáli sem þeir kunna best. (1. Kor. 14:9) Farandhirðirinn hefur látið starfshirðum allra safnaða í té lista yfir boðbera á landinu sem tala erlend tungumál. Starfshirðirinn getur síðan vísað á boðbera sem talar viðeigandi tungumál. Ef enginn talar þetta tungumál getur boðberinn reynt að kenna húsráðanda með því að nota bæklinginn Hvers krefst Guð af okkur? á heimamáli hans og á öðru tungumáli sem boðberinn sjálfur skilur.

18 Enskumælandi boðberi hóf biblíunámskeið með manni sem talar víetnömsku og með eiginkonu hans sem talar taílensku. Notuð voru rit og biblíur á ensku, víetnömsku og taílensku við námið. Enda þótt tungumálamúrinn ylli vissum erfiðleikum í fyrstu skrifar boðberinn: „Hjónin hafa tekið hröðum andlegum framförum. Þau hafa séð þörfina á því að sækja samkomur ásamt börnum sínum tveim, og þau lesa í Biblíunni á hverju kvöldi sem fjölskylda. Sex ára dóttir þeirra stjórnar eigin biblíunámskeiði.“

19 Þegar við kennum fólki, sem talar annað tungumál, er nauðsynlegt að tala hægt, bera orðin skýrt fram og nota einföld orð og setningar. En hafðu í huga að við eigum að sýna fólki sem talar annað tungumál fulla virðingu. Það ætti ekki að koma fram við það eins og börn.

20 Notaðu vel myndirnar í bæklingum Hvers krefst Guð af okkur? „Mynd segir meira en þúsund orð“ og því ættu myndirnar í bæklingnum, sem skipta tugum, að segja húsráðanda heilmikið. Hvettu hann til að lesa ritningarstaðina í sinni eigin biblíu. Ef einhver í fjölskyldunni getur verið túlkur er örugglega gagnlegt að halda námið á þeim tíma þegar hann er heima. — Sjá Ríkisþjónustu okkar, október 1990, bls. 3-5; mars 1984, bls. 8 (í bandarískri útgáfu, apríl 1984 í breskri útgáfu).

21 Farðu tafarlaust í endurheimsókn: Hve lengi ættirðu að bíða áður en þú ferð í endurheimsókn? Sumir boðberar fara aftur einum eða tveim dögum eftir fyrstu heimsókn. Aðrir fara aftur síðar sama dag! Er það of snemmt? Yfirleitt virðast húsráðendur ekki setja það fyrir sig. Oft er það boðberinn sem þarf að rækta með sér jákvæðari afstöðu ásamt svolítilli djörfung. Lítum á eftirfarandi frásögur.

22 Þrettán ára boðberi var að starfa hús úr húsi dag nokkurn þegar hann sá tvær konur sem voru saman á gangi. Minnugur þeirrar hvatningar að prédika fyrir fólki alls staðar þar sem það er að finna, tók hann konurnar tali á götunni. Þær sýndu áhuga á boðskap Guðsríkis og þáðu báðar eintak af Þekkingarbókinni. Ungi bróðirinn fékk heimilisföng þeirra, heimsótti þær tveim dögum síðar og stofnaði biblíunámskeið með þeim báðum.

23 Systir nokkur leggur drög að endurheimsókn að viku liðinni. En einum til tveim dögum eftir fyrstu heimsókn kemur hún við til að gefa húsráðanda blað um mál sem rætt var áður. Hún segir húsráðanda: „Ég sá þessa grein og datt í hug að þú vildir lesa hana. Ég má ekki vera að því að tala við þig núna en ég kem á miðvikudagskvöld eins og um var samið. Er það enn í lagi þín vegna?“

24 Þegar einhver sýnir áhuga á sannleikanum megum við vera viss um að hann verður fyrir andstöðu af einhverju tagi. Með því að koma fljótlega aftur eftir fyrstu heimsókn styrkjum við húsráðanda til að standast þrýsting frá ættingjum, nánum vinum og öðrum.

25 Ræktaðu áhuga þeirra sem þú hittir á almannafæri: Mörg okkar njóta þess að prédika á götum úti, á bílastæðum, í strætisvögnum, verslanamiðstöðvum, lystigörðum og víðar. Auk þess að dreifa ritum þurfum við að rækta áhugann. Til þess ættum við að reyna að fá nafn, heimilisfang og helst símanúmer allra áhugasamra sem við hittum. Það er ekki jafnerfitt og ætla mætti að fá þessar upplýsingar. Þegar samtalinu er að ljúka skaltu taka fram minnisbókina þína og spyrja: „Höfum við möguleika á að halda þessum samræðum áfram síðar?“ Eða segðu: „Mig langar til að láta þig fá grein sem ég er viss um að þér þykir áhugaverð. Má ég færa þér hana heim eða á skrifstofuna?“ Einn bróðir spyr bara: „Í hvaða símanúmeri get ég náð í þig?“ Hann segir að á þrem mánuðum hafi allir nema þrír fúslega gefið honum upp símanúmerið sitt.

26 Notaðu símann til að finna og rækta áhuga: Brautryðjandasystir notar símann til að ná til fólks í fjölbýlishúsum þar sem ekki er hægt að komast inn. Hún notar sömu aðferð til að fara í endurheimsóknir. Í fyrsta símtali segir hún: „Ég veit að þú þekkir mig ekki. Ég er að gera sérstakt átak til að ná til fólks þar sem þú býrð til að koma á framfæri ábendingum frá Biblíunni. Ef þú hefur augnablik aflögu langar mig til að lesa fyrir þig fyrirheitið sem er að finna í . . . “ Eftir að hafa lesið ritningarstaðinn segir hún: „Væri það ekki ánægjulegt ef við gætum lifað þann tíma sem hér er lýst? Mér þótti gaman að geta lesið þetta fyrir þig. Ef þú hafðir ánægju af að heyra það langar mig til að hringja aftur síðar og ræða um annan ritningarstað.“

27 Þegar hún hringir aftur minnir hún húsráðanda á fyrra samtal og segist langa til að lesa upp úr Biblíunni hvernig ástandið verði þegar illskunni verði útrýmt. Síðan á hún stutt, biblíulegt spjall við húsráðanda. Hún hefur átt símtöl við fjölda fólks og 35 hafa boðið henni í heimsókn. Hún hefur komið af stað sjö heimabiblíunámskeiðum! Áttu stundum erfitt með að endurheimsækja áhugasama yfir köldustu vetrarmánuðina vegna ófærðar, hálku eða veikinda? Hví þá ekki að halda sambandi við þá símleiðis?

28 Fylgdu eftir áhuga sem þú finnur í fyrirtækjum: Að starfa milli verslana og fyrirtækja er annað og meira en að bjóða bara blöð. Margt verslunarfólk hefur einlægan áhuga á sannleikanum og þann áhuga þarf að rækta. Stundum er kannski hægt að eiga biblíusamræður eða jafnvel halda biblíunámskeið á vinnustaðnum. Í öðrum tilvikum gætirðu kannski hitt hinn áhugasama í matarhléinu eða á einhverjum öðrum hentugum tíma.

29 Farandumsjónarmaður heimsótti eiganda lítillar matvöruverslunar og bauðst til að sýna honum biblíunámsaðferðina. Verslunarmaðurinn spurði hve langan tíma það tæki og farandumsjónarmaðurinn sagði að það tæki aðeins 15 mínútur. Þá hengdi verslunarmaðurinn skilti á hurðina: „Kem aftur eftir 20 mínútur,“ dró fram tvo stóla og þeir fóru síðan saman yfir fyrstu fimm tölugreinar Þekkingarbókarinnar. Þessi einlægi maður var svo hrifinn af því sem hann lærði að hann sótti opinbera fyrirlesturinn og Varðturnsnámið næsta sunnudag og féllst á að byrja biblíunámskeið í vikunni á eftir.

30 Þú gætir boðið námskeið í fyrirtækjastarfi með því að segja: „Það tekur aðeins 15 mínútur að kynna biblíunámskeið okkar. Ef það hentar skal ég gjarnan sýna hvernig það fer fram.“ Haltu þig síðan innan tímamarka. Ef ekki er hægt að eiga langt samtal á vinnustað er kannski betra að hitta verslunarmanninn á heimili sínu.

31 Farðu í endurheimsókn jafnvel þótt þú hafir ekki skilið eftir rit: Hver einasti áhuganeisti er þess virði að fylgja honum eftir, hvort heldur rit hafa verið þegin eða ekki. Ef ljóst er að húsráðandi hefur eiginlega engan áhuga á boðskap Guðsríkis, þá er auðvitað best að beina kröftum sínum að einhverjum öðrum.

32 Systir hitti konu í starfinu hús úr húsi sem var mjög vingjarnleg en afþakkaði blöðin mjög ákveðið. Boðberinn skrifar: „Ég hugsaði um hana í nokkra daga og komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi tala við hana aftur.“ Að lokum bað systirin til Jehóva, tók í sig kjark og bankaði upp á hjá konunni. Henni til undrunar bauð konan henni inn. Biblíunámskeið var hafið og haldið aftur næsta dag. Að lokum kom konan inn í sannleikann.

33 Skipuleggðu fyrirfram til að áorka sem mestu: Mælt er með að notaður sé einhver tími í hverri viku til endurheimsókna. Miklu er hægt að áorka með góðri skipulagningu. Farðu í endurheimsóknir á sama svæði og þú ert að starfa á hús úr húsi. Þegar farið er milli staða á bíl ætti hópurinn að vera smár þannig að allir hafi fullt tækifæri til að fara í endurheimsóknir. Bílstjórinn ætti að vita fyrirfram hvar á að fara í endurheimsóknir þannig að forðast megi óþarfa snúninga.

34 Þeir sem ná góðum árangri í endurheimsóknum og tekst að stofna biblíunámskeið segja að það sé nauðsynlegt að sýna einlægan, persónulegan áhuga á fólki og halda áfram að hugsa um það eftir að heimsókninni lýkur. Það er nauðsynlegt að velja heillandi, biblíulegt umræðuefni og leggja grunninn að endurheimsókn áður en fyrstu heimsókn lýkur. Og enn fremur er mikilvægt að koma fljótt aftur til að fylgja áhuganum eftir. Það markmið að hefja biblíunámskeið verður alltaf að vera skýrt í huga.

35 Djörfung er mjög mikilvæg til að endurheimsóknastarfið skili árangri. Hvernig byggjum við upp djörfung? Páll postuli svarar því til að það sé ‚Guð sem gefi okkur djörfung‘ til að boða fagnaðarerindið. Ef þú þarft að byggja upp meiri djörfung skaltu biðja Jehóva um hjálp. Fylgdu síðan öllum áhuga eftir, í samræmi við bænir þínar. Jehóva blessar viðleitni þína örugglega!

[Rammi á blaðsíðu 3]

Árangursríkar endurheimsóknir

■ Sýndu einlægan, persónulegan áhuga á fólki.

■ Veldu heillandi biblíuefni til að ræða um.

■ Leggðu alltaf grunn að næstu heimsókn.

■ Haltu áfram að hugsa um húsráðandann eftir að þú ferð.

■ Farðu til hans aftur eftir einn eða tvo daga til að fylgja áhuganum eftir.

■ Hafðu í huga að markmið þitt er að stofna biblíunámskeið.

■ Biddu Jehóva um hjálp til að byggja upp djörfung í þessu starfi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila