Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.11 bls. 1
  • Við erum alltaf á vakt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við erum alltaf á vakt
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Að bera vitni hús úr húsi
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • „Gjör verk trúboða“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
  • Kennið opinberlega og hús úr húsi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Boðun hús úr húsi — af hverju mikilvæg núna?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 12.11 bls. 1

Við erum alltaf á vakt

1. Hvernig vitum við að boðberar á fyrstu öld voru alltaf vakandi fyrir því að boða trúna?

1 Kappsamir boðberar á fyrstu öld „létu . . . eigi af“ að boða fagnaðarerindið hvar sem fólk var að finna. (Post. 5:42) Þegar þeir fóru hús úr húsi hafa þeir örugglega ekki gengið fram hjá fólki sem þeir mættu á leiðinni án þess að prédika líka fyrir því. Og þeir hafa eflaust notað þau tækifæri sem gáfust til að vitna óformlega þegar þeir voru að versla á markaðstorginu eftir að þeir voru búnir í boðunarstarfinu. Eins og Jesús voru þeir alltaf vakandi fyrir því að boða trúna. – Mark. 6:31-34.

2. Hvað er fólgið í því að vera vottur Jehóva?

2 Ætíð reiðubúin: Nafn okkar, Vottar Jehóva, lýsir ekki aðeins því sem við gerum heldur því sem við erum. (Jes. 43:10-12) Við erum því ætíð reiðubúin að svara fyrir vonina sem býr í okkur, hvort sem við erum í formlegu boðunarstarfi eða ekki. (1. Pét. 3:15) Veltirðu fyrir þér við hvaða tækifæri þú gætir vitnað óformlega og hvað þú myndir segja? Hefurðu rit með þér til að láta þá fá sem sýna áhuga? (Orðskv. 21:5) Boðar þú fagnaðarerindið aðeins hús úr húsi eða prédikarðu fyrir fólki við önnur tækifæri ef aðstæður leyfa?

3. Hvernig ættum við að líta á hinar ýmsu greinar boðunarstarfsins?

3 Ýmsar greinar boðunarstarfsins: Við boðum fagnaðarerindið á ýmsa fleiri vegu en hús úr húsi, svo sem á götum úti, á bílastæðum, í almenningsgörðum og á fyrirtækjasvæðum. Ættum við að líta á þessar greinar boðunarstarfsins sem óvenjulegar eða óhefðbundnar? Páll postuli sagði að hann hefði prédikað „opinberlega og í heimahúsum“. (Post. 20:20) Það ætti því að vera sjálfsagt að taka þátt í ýmsum greinum boðunarstarfsins, þó svo að boðunarstarf okkar hús úr húsi verði áfram helsta og áhrifaríkasta aðferðin við að koma fagnaðarerindinu til fólks. Boðberar á fyrstu öldinni beindu athyglinni að fólki, ekki húsum. Þeir notuðu hvert tækifæri til að tala við fólk um sannleikann, opinberlega, óformlega og hús úr húsi. Við skulum líka einbeita okkur að fólki þegar við fullnum þjónustu okkar. – 2. Tím. 4:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila