Prédikum fyrir alls konar fólki
1. Hvernig líkjast dugmiklir boðberar reyndum handverksmönnum?
1 Reyndur handverksmaður á mörg verkfæri og hann veit hvenær og hvernig á að nota þau. Eins notum við líka mismunandi verkfæri sem hjálpa okkur að fullna starf okkar sem boðberar. Til dæmis hafa verið búnir til ýmiss konar bæklingar sem auðvelda okkur að prédika fyrir alls konar fólki. (1. Kor. 9:22) Í viðaukanum eru nokkrir bæklinganna taldir upp og þar er útskýrt bæði fyrir hverja þeir voru samdir og hvernig við getum boðið þá.
2. Hvenær ættum við að nota bæklinga í starfinu?
2 Hvenær ættum við að nota bæklingana? Handverksmaður notar verkfæri eftir því sem þau koma að bestum notum. Á svipaðan hátt getum við boðið bækling þegar við teljum að einhver geti haft gagn af honum en ekki aðeins þegar hann er ritatilboð mánaðarins. Ef ritatilboðið er til dæmis bókin Hvað kennir Biblían? og við erum að prédika fyrir fólki sem er ekki kristið og hefur lítinn áhuga á Biblíunni getur verið árangursríkara að bjóða viðeigandi bækling. Við getum svo kynnt bókina Hvað kennir Biblían? eftir að við höfum byggt upp áhuga hjá viðkomandi.
3. Hvers vegna þurfum við að þjálfa okkur í að nota verkfæri okkar í boðunarstarfinu?
3 Í Biblíunni er þeim hrósað sem eru færir í starfi sínu. (Orðskv. 22:29) Auðvitað er ekkert starf þýðingarmeira en boðun fagnaðarerindisins. (Rómv. 15:16) Til þess að vera „verkamaður er ekki þarf að skammast sín“ þurfum við að verða leikin í að nota verkfærin okkar. – 2. Tím. 2:15.