Bjóðum bækling sem gæti vakið áhuga húsráðanda
Af og til hittirðu eflaust fólk sem segist eiga ritið sem þú ert að bjóða. Þú býður biblíunámskeið en viðmælandinn afþakkar. Hvað ættirðu þá að gera?
Þú getur auðvitað boðið nýjustu blöðin. En þú gætir líka velt fyrir þér hvort einhver af bæklingunum gæti snert hjarta húsráðandans. Efni bæklinganna er mjög fjölbreytt og tímabært. Þess vegna er gott að velja nokkra bæklinga þegar þú tekur til rit í starfstöskuna þína. Og mundu svo eftir að bjóða bæklingana. Gerðu síðan ráðstafanir til að koma aftur og rækta áhugann. Kannski er það upphafið af biblíunámskeiði.
Kannaðu líka hvort þeir sem þú ert með á blaðaleið hafi fengið alla bæklingana. Ef ekki væri þá ekki ráð að láta bækling fylgja með þegar þú færir þeim nýjustu blöðin? Þannig geturðu séð til þess að þeir eignist alla bæklingana sem við gefum út. Hver veit nema efnið í einum af bæklingunum geti orðið kveikjan að biblíunámskeiði.