Notum bæklingana af leikni í júlí
1 Til þess að hraða því starfi að gera menn að lærisveinum hefur skipulagið með örlæti framleitt mörg mismunandi rit. Þeirra á meðal eru bæklingar sem fjalla um afmarkað efni, eins og tilgang Guðs með jörðina, þrenninguna, nafn Guðs, stjórn Guðsríkis og hvers vegna Guð leyfir illskuna. Hvernig getum við notað bæklinga af leikni til að hjálpa fólki á starfssvæði okkar?
2 Bæklingurinn Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? útskýrir á rökréttan hátt að í nánd sé nýr heimur sem verður laus við þjáningar. Hvernig gætum við kynnt þennan bækling? Finna má góðar tillögur í Rökræðubókinni frá og með blaðsíðu 393 undir aðalfyrirsögninni „Þjáning.“ Þar fyrir utan mætti nota inngangsorðin á blaðsíðu 12 undir fyrirsögninni „Óréttlæti/þjáning.“
3 Þú gætir spurt:
◼ „Hefur þú nokkurn tíma velt fyrir þér hvort Guði sé í raun sama um það að menn líði óréttlæti og þjáningar?“ Gefðu kost á svari. Lestu Sálm 72:12-14. Flettu síðan upp á blaðsíðu 22 í bæklingnum Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? og ræddu um feitletruðu fyrirsagnirnar í 10. hluta, svo og um þýðingu myndarinnar á blaðsíðu 23. Ef bæklingnum er hafnað mætti bjóða smárit eins og Líf í friðsömum nýjum heimi.
4 Nauðsyn góðrar stjórnar er mörgum hugleikin nú á dögum. Margir hugsa oft um hvort ríkisstjórnunum muni takast að sameina heiminn. Finna má nokkrar gagnlegar upplýsingar í Rökræðubókinni í kaflanum „Stjórn“ sem byrjar á blaðsíðu 152.
5 Þú gætir spurt:
◼ „Er mögulegt fyrir menn að koma á fót stjórn sem mun færa varanlega hamingju?“ Leyfðu húsráðandanum að svara og spyrðu því næst: „Hvað sýnir mannkynssagan?“ Flettu upp á Jeremía 10:23. Þú getur líka notað efni frá blaðsíðu 152 í Rökræðubókinni. Flettu að því búnu upp á blaðsíðu 24 og 25 í Stjórnarbæklingnum og ræddu um myndirnar og ritningarstaðina. Útskýrðu hvernig stjórn Guðs muni sameina fólk um allan heim. Ef húsráðandinn þiggur ekki bæklinginn gætir þú boðið honum smáritið Mun þessi heimur bjargast?
6 Með hliðsjón af fréttum undanfarinna mánaða um styrjaldir og ofbeldi gætu eftirfarandi inngangsorð höfðað til margra.
7 Þú gætir sagt:
◼ „Margir furða sig á því hvernig Guð, sem sagður er kærleikur, geti leyft illskuna. Finnst þér það einnig furðulegt?“ Gefðu kost á svari. Segðu síðan: „Orðskviðirnir 19:3 vara við því að kenna Guði um það illa sem menn aðhafast.“ Eftir að hafa lesið þetta vers skaltu beina athyglinni að blaðsíðu 15 í bæklingnum Sjá, ég gjöri alla hluti nýja og lesa tölugrein 27. Það gæti leitt til umræðna um efnið í næstu greinum.
8 Við getum öll notað bæklingana til að kenna fólki með hugarfar sauðarins fagnaðarerindið. Við getum hjálpað fólki af öllum þjóðfélagshópum að tengjast skipulagi Guðs. Það eru sérréttindi okkar að taka þátt í boðunarstarfinu og nota af leikni tímabæra efnið í bæklingunum okkar.