Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.93 bls. 7
  • Metum ritin að verðleikum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Metum ritin að verðleikum
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Sáðu ríflega en með hyggindum
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Einfölduð tilhögun við dreifingu ritanna
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Notum biblíutengdu ritin skynsamlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 7.93 bls. 7

Metum ritin að verðleikum

1 „Að taka saman margar bækur, á því er enginn endir.“ (Préd. 12:12) Margar bækur eru ekki virði pappírsins sem þær eru prentaðar á. Sú er hins vegar ekki raunin með rit sem Varðturnsfélagið gefur út. Þau eru verðmæt vegna þess að þau innihalda andlega fæðu sem getur bjargað mannslífum. Þau hjálpa áhugasömu fólki að kynnast Jehóva og þau styrkja trú þeirra sem þegar eru orðnir vígðir þjónar Jehóva.

2 Við viljum deila ritum okkar með öðrum af því að við vitum að þeir geta haft gagn af þeim. En þótt ritin séu látin í té án greiðslu fylgir því kostnaður að framleiða þau og dreifa þeim. Við viljum þess vegna ekki afhenda hverjum sem er ritin okkar. Ef við erum ekki viss um áhuga húsráðandans munum við yfirleitt bjóða einstakt tölublað af Varðturninum og Vaknið! eða ef til vill aðeins smárit. Eldri tölublöð mætti gjarnan nota í þessu skyni ef þau líta vel út. Við ættum að fara aftur til allra þeirra sem þiggja rit og ef viðkomandi sýnir þá áhuga gætum við boðið honum annað rit.

3 Sumir kunna að vera hikandi við að segja húsráðandanum að starfið sé borið uppi af frjálsum framlögum, en í flestum tilfellum er gott að gera það, en þó án málalenginga og án þess að gefa í skyn að við ætlumst til framlaga. Með því verður honum alveg ljóst að starf okkar er ekki sölustarf. Það dregur skýrt fram að markmið okkar er að prédika fagnaðarerindið um Guðsríki og gera menn að lærisveinum. Það hjálpar okkur að sjá hvort ósvikinn áhugi sé fyrir hendi. Menn eiga oft til peninga fyrir hlutum eins og tóbaki og veraldlegum ritum. Ef þeir hafa einlægan áhuga á því sem þú hefur sagt þeim munu þeir sjá að rökrétt sé að leggja eitthvað af mörkum til að styðja sanna kristni. Með því að útskýra hvernig starfið er fjármagnað sýnum við að við metum ritin að verðleikum. Við sýnum að við gerum okkur grein fyrir að það kostar eitthvað að framleiða þau.

4 Þegar greint er frá því á viðeigandi hátt hvernig framlögum til starfsins er háttað er mörgum húsráðandanum það ánægja að leggja fram skerf til þessa mikilvæga starfs okkar. Einstöku sinnum finnst þér kannski ekki viðeigandi að minnast á hvernig framlögum er háttað, en að öðru jöfnu er gott að nefna það í fyrstu heimsókn þegar húsráðandinn hefur áhuga á að lesa þau rit sem við bjóðum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila