Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.12 bls. 1
  • Þrjú ráð til að bæta kennslutækni okkar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þrjú ráð til að bæta kennslutækni okkar
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • Líktu eftir kennaranum mikla
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Kennum á einfaldan hátt
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Vertu hygginn og sannfærandi kennari
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • ‚Þið ættuð að vera kennarar‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 4.12 bls. 1

Þrjú ráð til að bæta kennslutækni okkar

1. Af hverju ættum reyna að bæta kennslutækni okkar?

1 Allir boðberar fagnaðarerindisins eru kennarar. Hvort sem við erum að heimsækja fólk í fyrsta skipti, fara í endurheimsóknir eða stjórna biblíunámskeiðum erum við að miðla upplýsingum. Og þetta eru engar venjulegar upplýsingar. Þegar við kennum fólki vörpum við ljósi á „heilagar ritningar“ sem geta veitt því „speki til sáluhjálpar“. (2. Tím. 3:15) Þvílíkur heiður! Við skulum líta á þrjú ráð sem geta bætt kennslutækni okkar.

2. Hvernig getum við kennt á einfaldan hátt?

2 Einfaldleiki: Ef við þekkjum ákveðið efni mjög vel getur okkur hætt til að gleyma hversu flókið það er þeim sem þekkja ekki vel til. Þess vegna skulum við forðast að drekkja biblíunemendum okkar í óþarfa smáatriðum. Reynum heldur að benda á meginatriðin. Mörg orð jafngilda ekki betri kennslu. (Orðskv. 10:19) Að öllu jöfnu er best að lesa aðeins lykilversin. Þegar þú lest ritningarstað er best að einbeita þér að þeim hluta versins sem tengist umræðuefninu beint. Þó að djúptæk sannindi sé að finna í fjallræðunni, sem skráð er í Matteusi 5. til 7. kafla, kenndi Jesús á einfaldan hátt og var ekki með neinar óþarfa málalengingar.

3. Hvaða gildi hafa líkingar og hvernig líkingar eru oft bestar?

3 Líkingar: Líkingar örva hugann, hreyfa við tilfinningunum og hjálpa fólki að muna. Þú þarft ekki að vera góður sögumaður til að nota áhrifamiklar líkingar. Líkingar Jesú voru gjarnan stuttar og einfaldar. (Matt. 7:3-5; 18:2-4) Það getur til dæmis verið gagnlegt að teikna einfaldar myndir á blað. Með smá fyrirhyggju geturðu verið tilbúinn með áhrifamiklar líkingar.

4. Hvernig getum við beitt spurningum á áhrifaríkan hátt?

4 Spurningar: Þegar þú notar spurningar þarf nemandinn að hugsa. Vertu því þolinmóður og gefðu honum tíma til að svara. Það er erfitt að átta sig á því hvar nemandinn stendur ef þú ert of fljótur og svara spurningunum sjálfur. Ef hann gefur rangt svar gæti verið betra að leiða hann að réttri niðurstöðu með fleiri spurningum en að leiðrétta hann. (Matt. 17:24-27) Auðvitað er ekkert okkar fullkominn kennari. Þess vegna hvetur Biblían okkur til að gefa gætur að því hvernig við kennum. Ef við gerum það getum við sjálf og áheyrendur okkar notið eilífra blessana. – 1. Tím. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila