Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í júní
„Sumir álíta að Biblían hafi að geyma áreiðanlega spádóma. Aðrir segja að spár hennar séu harla óljósar og hægt sé að túlka þær á marga vegu. Hvað heldur þú?“ Gefðu kost á svari. Afhentu síðan húsráðanda Varðturninn apríl-júní og ræddu við hann um fyrstu spurninguna á bls. 16 og að minnsta kosti einn af ritningarstöðunum. Bjóddu honum blöðin og mælið ykkur mót til að ræða um næstu spurningu.
Varðturninn apríl-júní
„Fólk gerir sér ólíkar hugmyndir um Jesú. Sumir telja að hann hafi verið Messías en aðrir álíta að hann hafi bara verið góður maður. Og sumir halda að hann hafi ekki verið til. Hver er þín skoðun? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni er bent á að það sé mikilvægt að vita sannleikann um hann. [Lestu Jóhannes 17:3.] Í þessu blaði eru dregin fram svör Biblíunnar við nokkrum algengum spurningum um Jesú.“
Vaknið! apríl-júní
„Margir eiga samskipti við vini og kunningja á Netinu. Heldurðu að það fylgi því einhver áhætta að vera í samskiptum við fólk með þessum hætti? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni eru góðar ábendingar sem geta hjálpað okkur að huga að öryggi okkar á Netinu. [Flettu upp á bls. 6-9 og ræddu um eina af spurningunum og ritningarstað sem vísað er í.] Í þessu blaði er minnst á nokkrar hættur sem fylgja samskiptum á Netinu og bent á hvernig hægt sé að forðast þær.“