Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í júní
„Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hver Guð sé? [Gefðu kost á svari.] Mig langar til að sýna þér hvernig þessari spurningu er svarað í Biblíunni.“ Lesið saman efnið undir fyrstu millifyrirsögninni á bls. 16 í Varðturninum apríl-júní, ásamt öðrum ritningarstaðnum sem vísað er í. Bjóddu blöðin og mæltu þér mót við húsráðanda aftur til að svara næstu spurningu.
Varðturninn apríl-júní
„Margir halda að frásagan af paradísinni Eden sé bara ævintýri. En vissirðu að Jesús talaði um Adam og Evu sem sannsögulegar persónur? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Matteus 19:4-6.] Í þessu blaði er svarað nokkrum algengum spurningum um Edengarðinn.“
Vaknið! apríl-júní
Sýndu forsíðuna og spyrðu síðan: „Hvernig myndirðu svara þessari spurningu? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni er fólk hvatt til að vera friðsamt. [Lestu Jakobsbréfið 3:17.] Af hverju hefur trúarbrögðunum þá ekki tekist að sameina mannkynið? Ætli trúarbrögðin eigi einhvern tíma eftir að koma á friði? Það er leitað svara við þessum spurningum í blaðinu.“