Verndaðu hugann
1. Hvert er stef svæðismótsins fyrir þjónustuárið 2013 og hvað mun dagskráin hjálpa okkur að gera?
1 Jesús sagði lærisveinum sínum að elska Jehóva af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga. (Matt. 22:37, 38) Umdæmismótið í ár, sérstaki mótsdagurinn og svæðismótið 2013 eiga að hjálpa okkur að styrkja hinn innri mann. Eins og þú manst bar umdæmismótið stefið „Varðveit hjarta þitt“. Sérstaki mótsdagurinn hefur fengið stefið „Varðveittu hreina samvisku“. Svæðismótið 2013 nefnist „Verndaðu huganann“ en stefið er byggt á Matteusi 22:37. Dagskráin mun hjálpa okkur öllum að rannsaka hugi okkar til að geta þóknast Jehóva enn betur.
2. Hvaða spurningar ættum við að hafa í huga meðan við hlustum á dagskrána?
2 Hvað verður á dagskrá: Reynum að finna svörin við spurningunum hér fyrir neðan þegar við hlustum á mótsdagskrána því þær draga fram aðalatriðin.
• Hvernig getum við forðast að hugsa um „það sem manna er“?
• Satan hefur blindað hugi vantrúaðra en hvað getum við gert til að hjálpa þeim?
• Hvernig hugarfar viljum við hafa?
• Hvaða gagn höfum við af því að hugleiða vandlega það sem við lærum?
• Hvernig leyfum við Jehóva að móta hugsanir okkar?
• Hvernig geta eiginmenn, eiginkonur, foreldrar og börn stuðlað að hamingju í fjölskyldunni?
• Hvernig getum við verið viðbúin degi Jehóva?
• Hvað er fólgið í því að gera hugi okkar viðbúna?
• Hvernig er það okkur til góðs að fara eftir því sem við lærum?
3. Af hverju er mikilvægt að við sækjum báða mótsdagana, tökum vel eftir og förum eftir því sem við lærum?
3 Satan heyr stríð til að spilla hugsunum okkar. (2. Kor. 11:3) Þess vegna verðum við að berjast fyrir því að viðhalda góðu hugarfari og hafa stjórn á hugsunum okkar. Við þurfum að halda áfram að endurspegla huga Krists og berjast gegn illum áhrifum þessa löglausa heims. (1. Kor. 2:16) Gerum því ráðstafanir til að vera viðstödd báða mótsdagana. Hlustum vandlega á dagskrána og förum eftir því sem við lærum. Það mun hjálpa okkur að gera hugi okkar viðbúna og boða fagnaðarerindið af kappi. – 1. Pét. 1:13.