Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.12 bls. 1
  • Njóttu fagnaðar af striti þínu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Njóttu fagnaðar af striti þínu
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • Jehóva elskar þá sem „bera ávöxt með stöðuglyndi“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • „Berið mikinn ávöxt“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Það er Guð sem gefur vöxtinn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Gefumst ekki upp!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 11.12 bls. 1

Njóttu fagnaðar af striti þínu

1. Hvað gæti stuðlað að því að við misstum dampinn í boðunarstarfinu?

1 Guð vill að við njótum fagnaðar af striti okkar. (Préd. 2:24) En ef við sjáum ekki mikinn árangur af boðunarstarfinu getum við orðið niðurdregin, og þá er hætta á að við missum gleðina og eldmóðinn. Hvernig getum við haldið áfram að líta boðunarstarfið jákvæðum augum?

2. Hvers vegna ættum við ekki að gera okkur óraunhæfar væntingar um viðbrögð fólks við boðskapnum?

2 Raunhæfar væntingar: Mundu að fáir tileinkuðu sér kennslu Jesú en samt var þjónusta hans óneitanlega árangursrík. (Jóh. 17:4) Í dæmisögunni um sáðmanninn sagði Jesús að hjörtu fæstra yrðu móttækileg fyrir boðskapnum um ríkið. (Matt. 13:3-8, 18-22) Engu að síður áorkum við miklu með ötulu starfi okkar.

3. Hvernig berum við ávöxt hvort sem fólk sýnir boðskapnum áhuga eða ekki?

3 Að bera mikinn ávöxt: Í dæmisögu Jesú kemur fram að þeir sem taka við fagnaðarerindinu,beri ávöxt‘. (Matt. 13:23) Eftir að hveitistöngull vex og þroskast ber hann ávöxt – ekki litla hveitistöngla heldur nýtt sáðkorn. Ávöxturinn af dyggu starfi kristinna manna er því ekki alltaf nýir lærisveinar heldur sáðkorn fagnaðarerindisins sem við dreifum með því að segja öðrum frá Guðsríki. Árangurinn af þessu starfi er mikill og gleður okkur hvort sem fólk tekur við boðskapnum eða ekki. Við eigum þátt í því að nafn Guðs helgist. (Jes. 43:10-12; Matt. 6:9) Við njótum þess heiðurs að vera samverkamenn Guðs. (1. Kor. 3:9) Þannig berum við „ávöxt vara“ og það gleður Jehóva mjög. – Hebr. 13:15, 16.

4. Hvernig ber boðunarstarf okkar stundum árangur án þess að við vitum af því?

4 Auk þess ber ötult boðunarstarf okkar stundum árangur án þess að við vitum af því. Vel má vera að sumir sem hlustuðu á Jesú hafi ekki gerst lærisveinar hans fyrr en eftir að hann lauk þjónustu sinni hér á jörð. Eins getur verið að sáðkorn fagnaðarerindisins byrji ekki að vaxa í hjörtum sumra sem við tölum við fyrr en einhvern tíma seinna, og þeir taka kannski við sannleikanum án þess að við vitum af því. Já, það má með sanni segja að boðunarstarf okkar skili mjög góðum árangri. Við skulum því halda áfram að,bera mikinn ávöxt‘ og sýna að við erum lærisveinar Jesú. – Jóh. 15:8.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila