Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í febrúar
„Mætti ég spyrja þig einnar spurningar? Hvað heldurðu að Guð heiti? [Gefðu kost á svari.] Sjáðu hvað stendur hér.“ Réttu húsráðandanum janúar-febrúar eintak Varðturnsins og bentu honum á baksíðugreinina. Skoðið saman efnið undir fyrri millifyrirsögninni og lesið að minnsta kosti einn ritningarstað. Bjóddu honum blöðin og mæltu þér mót við húsráðanda svo að þið getið rætt næstu spurningu.
Varðturninn janúar-febrúar
„Oft hefur heimsendi verið spáð. En heldurðu að heimsendir sé eitthvað sem við þurfum að óttast? [Gefðu kost á svari.] Hér segir að það munu einhverjir lifa af. [Lestu 1. Jóhannesarbréf 2:17.] Þetta blað bendir á svar Biblíunnar við fjórum algengum spurningum um heimsendi.“
Vaknið! janúar-febrúar
„Við heimsækjum fjölskyldur til að færa þeim gagnlegar upplýsingar. Finnst þér mikilvægt að fjölskyldur temji sér það sem Jesús sagði hér? [Lestu Postulasöguna 20:35b og gefðu kost á svari.] Það getur verið mikil áskorun að kenna börnum óeigingirni í heimi þar sem margir virðast hugsa bara um sjálfa sig. Í þessari grein er að finna hagnýt ráð handa foreldrum til að kenna börnum sínum að sýna hugulsemi.“