„Ég skal þiggja ykkar rit ef þið þiggið mín“
Stundum fáum við svona tilboð frá húsráðendum. En við skiptum ekki á biblíunámsritum okkar og trúarritum sem útbreiða rangar kenningar. Hvernig getum við samt svarað slíku boði á kurteisan hátt? (Rómv. 1:25) Við gætum sagt: „Takk fyrir boðið. Hvað segir þetta rit um lausnina á vandamálum mannkynsins? [Gefðu kost á svari. Ef húsráðandinn hvetur þig til að lesa sitt rit til að finna svarað, skaltu benda honum á að þú hafir ekki boðið honum okkar rit án þess að segja frá innihaldi þess. Síðan skaltu annaðhvort lesa eða vitna í Matteus 6:9, 10.] Jesús sagði að vilji Guðs yrði gerður á jörðinni fyrir tilstuðlan Guðsríkis. Þess vegna les ég bara þau trúarrit sem leggja áherslu á ríki Guðs. Má ég sýna þér í Biblíunni ákveðin atriði sem Guðsríki kemur til leiðar?“