Gætir þú boðið fram aðstoð?
Í mörgum söfnuðum eru boðberar sem geta ekki farið oft í boðunarstarfið vegna langvinnra veikinda eða fyrir aldurssakir. (2. Kor. 4:16) Gætir þú boðið einum þessara boðbera að fara með þér þegar þú heldur biblíunámskeið? Ef boðberinn á ekki heimangengt væri líka hægt að halda námskeiðið heima hjá honum. Gætir þú af og til hagrætt málum þannig, þegar þú boðar fagnaðarerindið hús úr húsi, að þú takir lasburða boðbera með þér í nokkur hús eða í eina eða tvær endurheimsóknir? Margir rosknir boðberar hafa mikla reynslu af boðunarstarfinu. Þar af leiðandi værir þú ekki bara að uppörva viðkomandi boðbera heldur myndir þú njóta góðs af því líka. (Rómv. 1:12) Auk þess mun Jehóva launa þér slík kærleiksverk. – Orðskv. 19:17; 1. Jóh. 3:17, 18.