Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í október
„Flestir þrá að lifa langa ævi og vera hamingjusamir. Hefurðu velt fyrir þér hvort vísindin og læknisfræðin nái einhvern tíma að útrýma dauðanum þannig að við getum lifað endalaust? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir því sem segir hérna.“ Sýndu baksíðu Varðturnsins september-október. Farið saman yfir efnið undir fyrri spurningunni og lesið að minnsta kosti einn af ritningarstöðunum. Bjóddu blöðin og mæltu þér mót við viðmælandann til að ræða um seinni spurninguna.
Varðturninn september-október
„Margir sem við tölum við tilheyra einhverju trúfélagi eða kirkjudeild. Sumir segjast hins vegar ekki treysta neinu trúfélagi lengur. Hvað finnst þér um trúfélögin almennt? [Gefðu kost á svari.] Jesús benti okkur á aðferð til að leggja mat á trúfélögin. [Lestu Lúkas 6:44a.] Í þessu blaði er rætt um suma af þeim vondu ávöxtum sem trúarbrögðin hafa borið. Þar er því líka svarað hvort til sé nokkurt trúfélag sem hægt er að treysta.“
Vaknið! september-október
„Við erum að heimsækja fólk til að ræða um vanda sem snertir alla, það er að segja óréttlætið í heiminum. Sumir reyna að berjast gegn óréttlæti með því að efna til mótmæla. Heldurðu að slík mótmæli beri tilætlaðan árangur? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni er sagt frá því hvernig ástandið á jörðinni eigi eftir að breytast til hins betra. [Lestu Matteus 6:9, 10.] Í blaðinu er þeirri spurningu svarað hvort hægt sé að bæta heiminn með því að taka þátt í mótmælum.“