Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í október
„Við erum að tala við fólk um nokkuð sem mjög margir nefna daglega í bænum sínum. Í þessu smáriti er fjallað um spurninguna: ,Hvað er ríki Guðs?‘“ Gefðu húsráðanda kost á að tjá sig um valkostina þrjá og bentu síðan á spurninguna „En hvað segir Biblían?“ á næstu opnu. Lestu að minnsta kosti eitt biblíuvers. Réttu húsráðanda smáritið og leggðu grunn að endurheimsókn með því að bjóðast til að koma aftur og ræða um næstu spurningu.
Varðturninn September–október
„Mörgum finnst erfitt að ímynda sér að Guð hafi áhuga á okkur mönnunum. Hvað finnst þér? [Gefðu kost á svari.] Við höfum verið að sýna fólki biblíuvers, Postulasöguna 17:27 sem bendir okkur á að hann er hvorki fjarlægur né áhugalaus um okkur sem einstaklinga. [Lestu og útskýrðu versið.] Í þessu blaði er fjallað um það hvernig umhyggja Guðs birtist á mismunandi hátt.“
Vaknið! September–október
„Nánast allir verða fyrir einhverjum áföllum á lífsleiðinni, eins og til dæmis alvarlegum veikindum, ástvinamissi eða jafnvel náttúruhamförum. Ertu ekki sammála því að það sé mikilvægt að reyna að vera jákvæður þegar slíkt gerist í lífi manns? [Gefðu kost á svari.] Mörgum hefur fundist Biblían hjálpa sér að takast á við áföll. [Lestu Rómverjabréfið 15:4.] Þetta blað fjallar um það hvernig Biblían getur hjálpað okkur þegar við verðum fyrir áföllum.“