Tillögur að kynningum
Guðsríkisfréttir nr. 38
„Þessu riti er nú dreift út um allan heim. Í því er að finna mikilvægar upplýsingar. Gjörðu svo vel, hér er eintakið þitt.“
Til að geta náð yfir allt starfssvæðið skaltu hafa kynninguna stutta. En sums staðar sýna húsráðendur kannski áhuga og vilja ræða við þig. Þá getur þú spurt hvað þeim finnist um spurninguna framan á ritinu og lesið fyrir þá svar Biblíunnar sem er að finna inni í ritinu. Þú gætir líka farið yfir meira efni í ritinu ef tími gefst. Áður en þú ferð skaltu sýna spurninguna sem er aftan á ritinu undir yfirskriftinni „Til umhugsunar“ og gera ráðstafanir til að koma aftur og ræða um svarið við þeirri spurningu.
Varðturninn nóvember-desember
„Við vitum að sumir hafa áhuga á Biblíunni en aðrir ekki. Hvað um þig? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni er finna þessa fullyrðingu. [Lestu 1. Þessaloníkubréf 2:13.] Ertu ekki sammála því að ef Biblían er bók frá Guði þá sé þess virði að lesa hana? [Gefðu kost á svari] Í þessu tímariti er sagt stuttlega frá því hver boðskapur Biblíunnar er og af hverju hún ætti að vekja áhuga okkar.“
Vaknið! nóvember-desember
„Telur þú að hægt sé að vera hamingjusamur þótt maður eigi ekki mikið af efnislegum eigum? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir því sem segir hér í Biblíunni. [Lestu 1. Tímóteusarbréf 6:8.] Í þessu blaði er fjallað um hvernig hægt sé að hafa heilbrigt viðhorf til efnislegra eigna og rætt um þrennt sem er ekki hægt að kaupa fyrir peninga en er samt verðmætt.“