Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í nóvember
„Áhugi á englum hefur aukist undanfarin ár. Heldur þú að englar séu til? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir því sem segir hér.“ Réttu húsráðanda eintak af Varðturninum október-desember og ræddu við hann um fyrstu spurninguna á bls. 16 og að minnsta kosti einn af ritningarstöðunum. Bjóddu honum blöðin og mælið ykkur mót til að ræða um næstu spurningu.
Varðturninn október-desember
Lestu Sálm 65:3 og segðu síðan: „Margir eru sammála því að Guð,heyri bænir‘ og biðja til hans á hverjum degi. En aðrir efast um að Guð sé til fyrst það eru svo mörg vandamál í heiminum. Hvað heldur þú? Er til Guð sem heyrir bænir okkar? [Gefðu kost á svari.] Í þessu blaði er fjallað um svar Biblíunnar við spurningunni:,Hvers vegna leyfir sá sem heyrir bænir þjáningar?‘“
Vaknið! október-desember
„Margir eru orðnir smeykir við að vera einir á ferð, ekki síst þegar farið er að dimma. Heldur þú að eitthvað sé hægt að gera til að heimurinn verði öruggari? [Gefðu kost á svari.] Þetta blað nefnir ýmislegt sem við getum öll gert til að stuðla að friðsamlegri samskiptum okkar í milli. Það útskýrir líka hvernig þessi hvetjandi spádómur á eftir að rætast.“ Lestu Sálm 72:7.