Bjóðum fólki á umdæmismótið
1. Hvenær megum við byrja að dreifa boðsmiðum á umdæmismótið 2014?
1 Segjum að þú sért að undirbúa veglegt matarboð fyrir vini og vandamenn. Þú hefur lagt hart að þér við undirbúninginn og kostað miklu til. Þegar þú síðan býður gestunum til veislunnar ertu eflaust fullur eftirvæntingar. Mikil vinna hefur einnig verið lögð í að undirbúa andlegu veisluna sem við fáum að njóta á umdæmis- og alþjóðamótunum 2014. Það verður gaman að fá að bjóða fólki að koma og við megum byrja að dreifa boðsmiðum þrem vikum fyrir mótið. Hvað getur verið okkur hvatning til að taka þátt í átakinu af áhuga og eftirvæntingu?
2. Hvað getur verið okkur hvatning til að taka heilshugar þátt í átakinu?
2 Þegar við hugleiðum hvernig við njótum góðs af fræðslunni, sem Jehóva miðlar okkur á umdæmismótunum, langar okkur til að taka heilshugar þátt í átakinu. (Jes. 65:13, 14) Höfum líka í huga hvaða árangur næst með þessu átaki á hverju ári, því að sumir þeirra sem við bjóðum þiggja boðið. Ef við tökum heilshugar þátt í átakinu er viðleitni okkar Jehóva til lofs og endurspeglar örlæti hans, óháð því hve margir gestir sækja mótið. – Sálm. 145:3, 7; Opinb. 22:17.
3. Hvernig verður dreifingu boðsmiðans háttað?
3 Öldungaráð safnaðarins ætti að gefa leiðbeiningar um hvernig söfnuðurinn geti dreift boðsmiðanum sem víðast, þar á meðal hvort eigi að skilja hann eftir þar sem enginn er heima og dreifa honum í götustarfi á safnaðarsvæðinu. Um helgar ætti að bjóða blöðin ásamt boðsmiðanum þegar það á við. Ef átakið stendur yfir fyrsta laugardag mánaðarins ætti að leggja meiri áherslu á að dreifa boðsmiðanum en að bjóða biblíunámskeið. Bjóðum eins mörgum og við getum að koma á mótið og njóta góðs af fræðslunni frá Jehóva! Þá getum við litið um öxl að átakinu loknu og glaðst yfir að hafa tekið heilshugar þátt í því.