Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.14 bls. 2
  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Nahúm

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Nahúm
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Höfuðþættir bóka Nahúms, Habakkuks og Sefanía
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Björgun er möguleg þegar Guð hefnir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Nahúm – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Vissir þú?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 9.14 bls. 2

Tökum spámennina til fyrirmyndar – Nahúm

1. Hvað má læra af bók Nahúms?

1 Rústir hinnar fornu Níníveborgar staðfesta spádóm Nahúms um að Jehóva hefni sín á óvinum sínum og jafnvel grimmasti keppinautur hans fær ekki staðist gegn honum. (Nah. 1:2, 6) Lítum nánar á spádóm Nahúms því við getum dregið lærdóm af honum sem kemur að góðum notum í boðunarstarfinu.

2. Hvernig getum við haldið boðskapnum á jákvæðum nótum?

2 Veitum huggun og von: Við fyrstu sýn virðist bók Nahúms fjalla um fátt annað en dómsboðskap yfir Níníve, hinni stoltu höfuðborg Assýríu. (Nah. 1:1; 3:7) Samt var þessi dómsboðskapur góð frétt fyrir fólk Jehóva. Nahúm, en nafnið þýðir „huggari“, fullvissaði samlanda sína um að bráðlega yrði óvinur þeirra ekki framar til. Nahúm staðfesti líka að Jehóva yrði „athvarf á degi neyðarinnar“. (Nah. 1:7) Við segjum líka frá fagnaðarerindinu þegar við boðum trúna og hvetjum fólk til að leita skjóls hjá Jehóva. – Nah. 2:1.

3. Hvernig getum við líkt eftir Nahúm og notað dæmi eða líkingar?

3 Notum dæmi og líkingar: Jehóva innblés Nahúm að bera endalok Níníve saman við endalok egypsku borgarinnar Þebu (Nó-Ammón) sem Assýringar höfðu sjálfir eytt. (Nah. 3:8-10) Þegar við tölum við fólk um endalok þessa illa heims væri gott að leggja áherslu á biblíuspádóma sem sanna að Jehóva stendur við orð sín jafnvel í minnstu smáatriðum. Tökum dæmi. Þegar Babýloníumenn og Medar réðust gegn Níníveborg árið 632 f.Kr. flæddi Tígrisfljótið yfir bakka sína sökum mikilla rigninga og hluti af rammbyggðum borgarmúrunum hrundi. Þá var Níníve fljótt sigruð alveg eins og Jehóva hafði sagt fyrir. – Nah. 1:8; 2:7.

4. Hvernig getum við talað þannig að boðskapurinn komist til skila?

4 Tölum þannig að boðskapurinn komist til skila: Ritstíll Nahúms er lýsandi og áhrifamikill. Boðskapurinn fór ekki milli mála. (Nah. 1:14; 3:1) Við ættum líka að nota auðskilið mál. (1. Kor. 14:9) Útskýrðu vel í fyrstu heimsókn tilgang komu þinnar. Þegar þú heldur biblíunámskeið skaltu hjálpa nemandanum að byggja upp trú á Jehóva og orð hans og átta sig á hvernig hann geti sjálfur farið eftir því sem hann er að læra. – Rómv. 10:14.

5. Um hvað erum við fullvissuð í spádómi Nahúms?

5 Nahúm treysti því fullkomlega að orð Jehóva myndu rætast. Það skín í gegn í biblíubókinni sem ber nafn hans. Nú þegar líður að endalokum heimskerfis Satans veitir eftirfarandi yfirlýsing frá Guði okkur huggun: „Neyðin kemur eigi öðru sinni.“ – Nah. 1:9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila