Notaðu jw.org í boðunarstarfinu
Vefsíðan okkar er dýrmætt verkfæri til að boða fagnaðarerindið „allt til endimarka jarðarinnar“. (Post. 1:8) Flestir viðmælenda okkar finna ekki jw.org upp á eigin spýtur. Algengara er að þeir kynnist vefsíðunni þegar boðberi bendir þeim á hvernig þeir geti fundið hana.
Farandhirðir nokkur hefur hlaðið niður myndskeiðinu Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna? í snjallsímann sinn og sýnir það við hvert tækifæri sem gefst. Þegar hann starfar hús úr húsi segir hann til dæmis: „Ég er að heimsækja fólk stuttlega til að hjálpa því að finna svör við þremur mikilvægum spurningum: Hvers vegna eru svona mörg vandamál í heiminum? Hvernig ætlar Guð að leysa þau? Og hvernig getum við búið við þetta ástand þangað til? Þetta stutta myndskeið fjallar um þessar spurningar.“ Hann spilar síðan myndskeiðið og fylgist með viðbrögðum hans. Flestir verða svo hugfangnir af myndskeiðinu að þeir líta ekki af skjánum fyrr en það endar. Síðan segir farandhirðirinn: „Eins og þú heyrðir geturðu beðið um aðstoð við biblíunám á heimasíðu okkar. En þar sem ég er hér get ég sýnt þér stuttlega hvernig þetta fer fram.“ Ef húsráðandinn samþykkir sýnir hann hvernig biblíunámskeið fer fram með því að nota bæklinginn Gleðifréttir frá Guði. Ef húsráðandinn hefur ekki tíma gerir farandhirðirinn rástafanir til að sýna honum það í næstu heimsókn. Þegar hann fer á kaffihús til að taka sér hlé og fá sér hressingu, byrjar hann að tala um daginn og veginn við þann sem situr nálægt honum og notar síðan svipaða kynningu. Notar þú jw.org í boðunarstarfinu?