Vefsetur okkar – gert til gagns fyrir okkur og aðra
Jesús fól okkur það verkefni að boða fagnaðarerindið um ríkið „um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það“. (Matt. 24:14) Vefirnir watchtower.org, jw-media.org og jw.org hafa nú verið sameinaðir til að auðvelda okkur að gera þjónustu okkar full skil. Hið endurhannaða vefsvæði nefnist jw.org. – 2. Tím. 4:5.
„Um alla heimsbyggðina“: Um þriðjungur jarðarbúa notar Netið. Það er orðið einn helsti upplýsingamiðill margra, einkum ungs fólks. Á vefnum okkar fá netnotendur áreiðanleg svör við biblíuspurningum. Þeir fá upplýsingar um söfnuð Jehóva og auðvelt er að óska eftir ókeypis biblíunámskeiði. Hægt er að koma fagnaðarerindinu á framfæri á svæðum þar sem fólk fær ekki mörg tækifæri til að heyra boðskapinn.
„Allar þjóðir“: Til að vitna fyrir öllum þjóðum þurfum við að kynna sannleika Biblíunnar á sem flestum tungumálum. Á jw.org er hægt að fá upplýsingar á um það bil 400 tungumálum, fleiri tungumálum en á nokkru öðru vefsvæði.
Notaðu það vel: Nýja endurhannaða vefsetrið hefur ekki aðeins það hlutverk að vitna fyrir þeim sem ekki trúa. Það er einnig ætlað til nota fyrir okkur í söfnuðinum. Ef þú hefur aðgang að Netinu hvetjum við þig til að kynna þér jw.org. Hér á eftir færðu nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt sé að nota vefinn okkar.
[Skýringarmynd á bls. 3]
(Sjá uppsettan texta í ritinu)
Prófaðu þetta
1 Sláðu inn vefslóðina www.jw.org/is í veffangsstikuna í tölvunni þinni.
2 Kynntu þér vefinn með því að smella á fyrirsagnir, valmyndir og krækjur.
3 Prófaðu að nota jw.org á snjallsíma eða spjaldtölvu með netaðgangi. Síðurnar laga sig að skjástærðinni en upplýsingarnar eru þær sömu.