Notaðu jw.org í boðunarstarfinu – „Vertu vinur Jehóva“
Undir efnisflokknum „Biblían og lífið“ á jw.org er að finna efni fyrir börn sem nefnist „Vertu vinur Jehóva“. Þetta eru söngvar, myndskeið og verkefni. Hefur þú notað þetta efni í boðunarstarfinu? Hvernig væri að sýna biblíunemanda þínum þetta efni ef hann á ung börn? Það gæti hvatt hann til að athuga annað efni á vefsetri okkar.
Þegar bróðir nokkur var að dreifa smáritinu Guðsríkisfréttir nr. 38 hitti hann konu sem byrjaði að lesa það um leið og hún fékk það í hendurnar. Hún átti nokkur ung börn sem voru forvitin um smáritið. Bróðirinn útskýrði innihald þess í stuttu máli og benti á vefslóðina á baksíðunni. Þar sem konan sýndi áhuga greip hann tækifærið og spilaði eitt af myndskeiðunum um Kalla fyrir hana og börnin í snjallsímanum sínum.
Systir sagði við konu sem hún vann með frá vefsetrinu okkar og hvaða efni væri þar að finna handa fjölskyldum. Konan skoðaði jw.org með börnunum sínum. Síðar sagði hún systurinni að börnin væru oft að syngja sönginn „Prédikaðu orðið“, úr efnisflokknum „Vertu vinur Jehóva“.
Kynntu þér vel þetta efni á jw.org, síðan skaltu hlaða niður einu myndskeiði, söng eða verkefni í snjallsímann eða spjaldtölvuna? Þá geturðu notað efnið á jw.org í boðunarstarfinu. Þetta er dýrmætt verkfæri sem hjálpar okkur í þjónustunni. – Post. 20:19.