LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Leitum að visku fyrir daglegt líf á JW.ORG
Orð Guðs gerir okkur albúin til að takast á við prófraunir á þessum erfiðu síðustu dögum. (2Tí 3:1, 16, 17) En stundum gætum við þurft á aðstoð að halda við að finna meginreglur í Biblíunni sem eiga við ákveðnar aðstæður. Ertu til dæmis foreldri að leita ráða varðandi barnauppeldið? Ertu unglingur að takast á við áskoranir í tengslum við trú þína? Ertu ekkja eða ekkill sem syrgir maka? Þú getur fundið upplýsingar á jw.org sem vísa á ákveðnar meginreglur í Biblíunni sem geta hjálpa þér við þessar og ýmsar aðrar aðstæður. – Okv 2:3–6.
Smelltu á flipann BIBLÍAN OG LÍFIÐ á heimasíðu jw.org. (Sjá mynd 1.) Veldu efni af fellilistanum til að skoða betur. Þú gætir líka smellt á flipann BÓKASAFN > GREINARAÐIR og valið þar efni til að skoða betur. (Sjá mynd 2.) Það má finna sama efni á JW Library®.a Þér gæti þótt ánægjulegt að skoða greinarnar á öðrum hvorum staðnum. Annar möguleiki er að nota leitargluggann á jw.org til að finna ákveðið efni.
Sláðu eftirfarandi efni inn í leitargluggann og skrifaðu hjá þér greinar sem þig langar til að lesa.
Barnauppeldi
Þunglyndi unglinga
Að missa maka
a Sumar greinaraðir er enn þá aðeins hægt að finna í heild sinni á jw.org.