Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.12 bls. 2
  • „Hvernig má bjóða blöðin í . . .?“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Hvernig má bjóða blöðin í . . .?“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • Notaðu blöðin í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Nýttu blöðin sem best
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Taktu frá tíma til blaðastarfs
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Blöðin kunngera Guðsríki
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 12.12 bls. 2

„Hvernig má bjóða blöðin í . . .?“

Á Þjónustusamkomunni hefur það verið fastur liður í hverjum mánuði að fara yfir hvernig bjóða megi blöðin. Markmiðið með þessum dagskrárlið er ekki að fara yfir allar greinarnar í blaðinu. Öllu heldur er meginmarkmiðið að ræða hugmyndir að því hvernig bjóða megi blöðin. Þess vegna á bróðirinn, sem hefur umsjón með þessu atriði, að fylgja leiðbeiningunum úr Ríkisþjónustunni og hafa mjög stuttan inngang til að örva áhugann á blöðunum. Síðan biður hann boðbera um að koma með tillögur fyrir eina grein (eða greinaröð) í einu svo að allir geti fylgst með og punktað hjá sér hugmyndir sem þeir ætla að prófa að nota. Bróðirinn biður áheyrendur ekki um að fara með heila kynningu heldur að koma með tillögur að spurningum sem geta vakið áhuga fólks á starfssvæðinu. Síðan biður hann um tillögur að ritningarstöðum sem mætti lesa. Í lokin eru síðan sviðsett sýnidæmi fyrir bæði blöðin. Við ættum öll að vera búin að lesa blöðin vel áður en við komum á samkomu og vera reiðubúin til að leggja okkar að mörkum. Ef allir eru vel undirbúnir ætti þessi dagskrárliður að hjálpa okkur að brýna hvert annað. – Orðskv. 27:17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila