Hvernig berum við okkur að þegar við störfum með ritatrillur?
Það hefur gefið góða raun að nota ritatrillur í boðunarstarfinu til að laða einlægt fólk að sannleikanum. (Jóh. 6:44) Öldungarnir hafa þess vegna verið hvattir til að skipuleggja götustarf með ritatrillur á safnaðarsvæðum þar sem er mikil umferð gangandi vegfarenda. Ritatrillur eru hreyfanlegar og þess vegna er yfirleitt ekki nauðsynlegt að fá leyfi frá yfirvöldum. Hverjir eru hæfir til að taka þátt í þessu starfi? Boðberar sem sýna góða dómgreind, hafa virðulega framkomu og eiga gott með að tala við fólk. Við ættum að hafa eftirfarandi atriði í huga til að trillustarfið verði árangursríkt. Fyrst er talið upp það sem við ættum að gera en síðan það sem við ættum ekki að gera.