Ný og spennandi aðferð við að boða trúna meðal almennings
1. Hvað hafa söfnuðir, sem hafa starfsvæði með mikilli umferð gangandi vegfarenda, verið hvattir til að gera?
1 Söfnuðir, sem hafa starfsvæði með mikilli umferð gangandi vegfarenda, eru hvattir til að skipuleggja boðunarstarf meðal almennings á þessum svæðum og nota til þess ritatrillur eða -borð. Ef ritatrilla er notuð ætti að minnsta kosti einn boðberi að standa eða sitja hjá henni. En ef ritaborð er notað ættu boðberarnir að vera tveir. Þeir sem eru við ritatrillu eða -borð ættu að leitast við að vera hlýlegir og vingjarnlegir í viðmóti. Ef vegfarandi veitir ritunum athygli gæti annar boðberinn hafið samræður og sagt: „Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvað Biblían segir um þetta efni?“ Einn eða tveir boðberar gætu síðan verið í sjónmáli við ritatrillu eða -borð og vitnað óformlega fyrir fólki.
2. Segið frásögu sem lýsir gildi þess að nota ritatrillu eða -borð til að boða trúna meðal almennings.
2 Þessi aðferð hefur skilað mörgum biblíunámskeiðum. Ung kona, sem stundaði háskólanám, ákvað að skrifa ritgerð um Votta Jehóva en fann hvergi ríkissal. Viku seinna sá hún ritaborð á háskólalóðinni. Biblíunámskeið var hafið og nú er unga konan skírður boðberi og tekur sjálf þátt í þessari starfsgrein.
3. Hvað finnst sumum um þessa aðferð við að boða trúna meðal almennings?
3 Ein trúsystir okkar, sem hefur tekið þátt í svona boðunarstarfi, sagði: „Sumir stoppa við borðið til að fá nýjustu blöðin. Aðrir hafa aldrei heyrt um Votta Jehóva áður. Ég hef komist að raun um að með þessari aðferð er hægt að ná til margra.“ Önnur systir sagði: „Þetta er ný og spennandi aðferð við að boða trúna því að fólkið kemur til okkar og er í það minnsta forvitið.“
4. Hvers vegna reynist best að stilla upp ritatrillum og -borðum á sama stað og tíma í hverri viku?
4 Það reynist best að stilla ritatrillum og ritaborðum upp á sama stað, á sömu dögum og sama tíma í hverri viku. Árangurinn verður sá að fólk venst því að sjá ritin og með tímanum leggur það í að nálgast ritaborð eða ritatrillu og spyrja spurninga eða fá rit. Hefur þessi boðunaraðferð verið skipulögð í þínum söfnuði? Ef svo er getur þú kannski tekið þátt í þessari ánægjulegu og áhrifaríku aðferð við að „boða Guðs ríki“. – Lúk. 9:60.